Það er þekktur fylgifiskur sumarsins að landsmenn eru meira úti við. Sumir taka hlaupin föstum tökum, en lífsstílsmiðillinn Women’s Health birtir sex frábærar æfingar sem munu gera það að verkum að þú getir hlaupið hraðar, eitthvað sem margir þrá.

Hér fyrir neðan eru æfingarnar en erfiðleikastig eru frá 1 og upp í 10. Erfiðleikastigin eru mismunandi á milli manna, en þeir sem vilja spreyta sig á æfingunum geta haft í huga að erfiðleikastig 10 er þegar hlauparinn gjörsamlega sprengir sig og gefur allt í sprettinn.

Æfing 1

60 sekúndna sprettir

Gerið 8 til 14 sett af sextíu sekúndna sprettum á erfiðleikastigi 8. Gangið eða skokkið í eina mínútu á milli setta.

Æfing 2

Stigasprettir

Gerið eitt eða tvö sett af eftirfarandi:

3 mínútur á erfiðleikastigi 7
2 mínútur á erfiðleikastigi 8
1 mínúta á erfiðleikastigi 9
2 mínútur á erfiðleikastigi 8
4 mínútur á erfiðleikastigi 7

Hvílið ykkur í 1 mínútu á milli spretta.

Æfing 3

2 mínútna sprettir

Gerið 8 sett af 2 mínútna sprettum á erfiðleikastigi 8 og hvílið í 90 sekúndur á milli þeirra.

Æfing 4

3 mínútna sprettir

Gerið 6 sett af 3 mínútna sprettum á erfiðleikastigi 8 og hvílið í 90 sekúndur á milli þeirra.

Æfing 5

Brekkusprettir

Gerið 6 sett af 30 sekúndna sprettum upp brekku á erfiðleikastigi 9 eða 10. Hvílið með því að skokka rólega niður brekkuna.

Æfing 6

Hratt, hraðara, hraðast

Gerið 2 til 4 sett af eftirfarandi:

1 mínúta á erfiðleikastigi 8
1 mínúta á erfiðleikastigi 9
1 mínúta á erfiðleikastigi 10

Hvílið í 90 sekúndur á milli spretta.