„I was here / Ég var hér.“ Hvað viltu skilja eftir þig? Stelpurnar og vinkonurnar Eva og Sylvía skafa ekki utan af mannlega þættinum í hlaðvarpinu sínu Normið.

Þær mættu í ÞÍN EIGIN LEIÐ og við fórum yfir tilganginn með því að tala einlægt um hlutina eins og þeir eru og hve mikilvægt það er að segja elska fólkið okkar. Segjum það oft og meinum það.

ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.

Fylgstu með á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ.