Stundum þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.
Safaríkar plómur og epli geta auðveldlega breyst í eitthvað mikið meira.

Þetta setti ég í ofninn hérna um daginn.
Minnir að þetta hafi verið tvö epli og einhverjar fimm eða sex plómur.

Skar eplin í bita og plómurnar í tvennt, setti í smurt form, fleygði nokkrum negulnöglum, nokkrum kardimommum, stjörnuanís og kanilstöng með.
Smávegis af hrásykri (3-4 msk er meira en nóg) yfir og nokkrar smjörklípur.
Inn í ofn í svona….30-40 mínútur á 160-170 gráðum minnir mig.
Best bara að fylgjast með þessu og taka út þegar allt er orðið lint og gott.
Sósan sem verður til í forminu er afbragðs góð.

Borið fram með grískri jógúrt. Eða bara eitt og sér.
Að sjálfsögðu gott með ís og þeyttum rjóma líka….

Skammarlega einfaldur eftirréttur…..

Desertinn tilbúinn!

Verði ykkur að góðu:)