Fyrir 57 milljónir er hægt að festa kaup á rúmlega 200 fermetra einbýlishúsi við Vesturbraut á Höfn í Hornafirði.

Æðislegir skápar í eldhúsinu.

Húsið er mikið endurnýjað og einstaklega stílhreint og fallegt. Það er búið fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og því fylgir einnig bílskúr, en í suðurenda bílskúrsins er rekin verslun.

Hugleiðsluhorn.

Svo ekki sé minnst á garðinn þar sem er afar skjólsælt.

Skemmtilegt hús.

Um 1700 manns búa á Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi, sem er aðal þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Hornafjarðar. Á Höfn er að finna allt til alls, en bærinn er oft nefndur humarbærinn og árlega er þar haldin svokölluð Humarhátíð.

Notaleg stofa.

Nánari upplýsingar um eignina við Vesturbraut er að finna hér.