Bobby Brown Jr., sonur tónlistarmannsins Bobby Brown, er látinn aðeins 28 ára að aldri. Bobby Jr. var eitt af sjö börnum tónlistarmannsins og fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles þann 18. nóvember síðastliðinn. Dánarorsök er óljós að svo stöddu.

Bobby Brown átti Bobby Jr. með Kim Ward, en þau voru saman og í sundur í um ellefu ár.

Aðeins eru fimm ár síðan að dóttir Bobby Brown og söngkonunnar Whitney Houston heitinnar, Bobbi Kristina Brown, lést vegna ofneyslu eiturlyfja. Hún var 22ja ára þegar hún lést. Bobbi Kristina var grafin við hlið móður sinnar, en Whitney Houston lést í febrúar árið 2012 vegna hjartasjúkdóms og ofneyslu kókaíns. Hún var 48 ára.

Mæðgurnar Whitney Houston og Bobbi Kristina.

Bobby Brown segist vera í rusli yfir andláti sonar síns í yfirlýsingu sem hann sendir tímaritinu Us Weekly.

„Vinsamlegast biðjið fyrir fjölskyldu minni á þessum tíma,“ segir hann og heldur áfram. „Fjölskylda mín er í rusli eftir fráfall sonar mín. Ég á engin orð til að lýsa sársaukanum.