Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að ekkert lát hefur verið á hampbyltingunni þetta árið. Síðastliðið vor fékkst undanþága frá lögum, sem heimilaði innflutning á fræjum og ræktun iðnaðarhamps á Íslandi. Fjölmargir slógu til og fóru tilraunarræktanir fram víðsvegar um landið. Hér má sjá brot frá ræktun sem fór fram á Sandhóll í Meðallandi en Hampfélagið fékk þann heiður að fá kvikmyndatökulið Hókus Fókus Iceland ehf til þess að festa árangurinn á filmu.

Það er ótrúlega ánægjulegt að fá að fylgjast með öllu þessu kraftmikla fólki sem hefur haldið uppi heiðri hampsins hér á landi. Við höldum öll ótrauð áfram að læra, deila þekkingu og byggja upp samfélag hampara svo hér geti hampurinn blómstrað og bætt líf okkar allra.