“Nothing is as important as passion. No matter what you do with your life, be passionate.”
Jon Bon Jovi

Mánuðurinn hjá sporðdrekanum skiptist eilítið í tvennt eins og hjá nokkrum öðrum merkjum í desember mánuði. Fyrri hlutinn einkennist af samstöðu Merkúrs og Sólar á rísandanum sem framkallar áhrifaríka, framamiðaða og sterka framvindu. Sólin á rísandanum er þekkt fyrir að ljá okkur mikla útgeislun og kröftuga nærveru sem ljáir okkur aukna orku, mikið ljós og áhrifavald sem kemur frá innri útgeislun, sérstaklega þegar miðillinn Merkúr er með honum. Frá 28. nóvember til 16. desember mun status, atvinna eða stjórnsýsla skapa þér tekjuflæði en þegar Venus finnur sér leið með fyrsta jólasveininum á elleftanum skapast heldur betur ástríður í lífi þínu. Venus í sporðdrekamerkinu hefur ávallt verið tákn frjórra og skapandi krafta og hjá þér er þetta í húsi líkama, svo ástríðan mun reka lífið þitt þegar Venus tekur sér þessa skemmtilegu stöðu.

Aðalplánetan í kortinu þínu – Stríðsguðinn Mars – er í góðri framvindu allan desember og skapar skýrt hugarlíf og stefnu í kringum sérstaklega fjárfestingar, börnin þín eða skapandi verkefni. Hann færir sig hins vegar á aðfangadag og rennur þá inná kröftugan keppnisgrundvöll og nær þar gríðarlegum styrk.

Þetta er mikil eldastaða og eldfim bæði í húð og hár, svo farðu gætilega, farðu vel með tímann þinn, drekktu nóg af vatni og reyndu fyrst og fremst að ná góðum svefni. Mars verður þarna líka allan janúar og mun heyja þar mikla baráttu sem þú munt leysa listilega vel og fyrir rest sigra. Sólmyrkvinn á fjórtándanum lendir á rísandanum þínum og gæti skapað breytingar á líðan og líkama. Ég hvet þig eindregið til að borða létt þennan daginn og verja deginum í ró og næði ef þú hefur tök á því.

Í lokin langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir í þriðja hús sporðdrekans en hann hefur verið á vettvangi fjölskyldu, tekna og neysluvenja síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti sporðdrekans hefur hann verið á húsi fjölskyldu, sjálfsmyndar og neyslu – og í kjölfarið skapað áráttukenndar neysluvenjur, tíðar breytingar og dauðsföll í fjölskyldu sem og sveiflur og óstöðugleika í fjármálum. Plútó fer nú inná vettvang samskipta þar sem hann skapar uppstokkun í samskiptum, orku, ferðalögum og skriftum. Á þessum vettvangi snertir Plútó minna á persónulegum málaflokkum og því mun auðveldari viðureignar heldur en síðasta áratuginn.