Ljúfi og nærgætni sporðdrekinn (jú hann er ljúfur og nærgætinn – þrátt fyrir marga misskilninga um þetta fallega merki) reynist þurfa að takast heilmikið á í september mánuði.

Óvæntir og ófyrirséðir óvinir mæta þér kæri sporðdreki og þetta gæti verið óvinur í formi heilsubrests og þá sér í lagi svokallað pitta ójafnvægi. Líkleg einkenni eru höfuðverkir, bakflæði, vöðvakrampar, erting, exem, fæðuofnæmi og/eða óstöðugleiki í blóði og blóðþrýstingi. Ég mæli með að taka út unna fæðu undir þessum eldaáhrifum, sem og súrsaða, saltaða, sterka og súra. Pitta ójafnvægi krefst eins mikils einfaldleika í fæðunni og við komumst af með. Notaðu ólífuolíu og kókosolíu í mat og á líkamann. Notaðu kókosvatn og basískan mat á borð við vatnsmelónur, lárperur, spergilkál og blómkál. Notaðu heldur trefjaríkt heilmeti í stað unnar fæðu.

Þrátt fyrir óvild og læti í bræðrum og sonum geturðu átt von á stuðningi yfirvalds í frama og töluverðri forystu. Óvildin gæti mögulega átt rætur sínar að rekja í yfirburði þína en hún verður þó óþægileg og mun koma þér í opna skjöldu.