„If you don’t have enemies, you don’t have a character.“
-Paul Newman

Ketu hefur tekið sér stöðu á rísanda sporðdrekans og færir honum verkefni fyrir næstu 18 mánuði. Gjafirnar sem fylgja eru ný og örvandi samskipti við erlenda aðila, nýjar leiðir til samskipta og samneytis og vinna með fólk.

Skemmtileg þensla einkennir fjölskyldulíf þessa dagana og nýir einstaklingar gætu gengið til liðs við hana á tímabilinu september til nóvemerloka. Þetta gætu verið barnsfæðingar, ný stjúpsystkin eða jafnvel gæludýr (í einstaka tilvikum).

Þensla sýnir sig einnig í tekjuflæði en þetta gæti einfaldlega þýtt stöðuhækkun. Sjálfsmynd blómstrar í kjölfarið og þér hlotnast verðmætar eignir (mögulega frá ömmum og öfum). Það er allavega töluverð þensla í gangi, sér í lagi hvað varðar gleði, hamingju, heilindi, tekjuflæði og eignir. Þér hlotnast á sama tíma falleg þekking, lestrarefni og fallegt útlit.

Þú geislar af sjálfsöryggi og heilindum og fólk tekur eftir þér hvar sem þú kemur. Kröftugir áhrifavaldar (mögulega eldri frændi/frænka) snúa vörn í sókn í frama og skapa einhvers konar tækifæri fyrir þig en markmiðasetning er ofarlega í huga fyrri hluta októbers. Seinni hluta október og byrjun nóv mun hins vegar einkennast af óvæntum útgjöldum í atvinnumálum. Farðu því gætilega með fjármuni og sjáðu hvað setur seinni hluta október.