“Wealth is of the heart and mind and not of the pocket.”
Pharrell

Mikil skipti verða um miðjan mánuð í kortinu þínu kæri sporðdreki en báðar plánetur orku (mars) og framvindu (sól) munu skipta um ham á fimmtánda og sextánda þessa mánaðar.

Fyrri hluti nóvember verður íhugandi, hægur og lítið um áhuga, lífskraft eða framvindu. Útgjöld og stöðnun verða áberandi á þeim tíma en þegar Sólin færir sig á rísandann þinn þann fimmtánda, fer í gang mikill kraftur, metnaður, framvinda og þér hlotnast tækifæri í gegnum yfirvald, yfirmann eða stjórnsýslu. Mars, sem er aðalpláneta sporðdrekans rennur um eitt öflugasta hús kortsins í nóvember og innan vettvangs Revati sem er smástirni sem kallast „Sá Auðugi“.

Fyrri hluta nóvember er þó Mars í afturgír sem stuðlar að íhugandi og innhverfri orku sem gæti þar sem hún er stödd skapað pælingar og þankagang varðandi fasteignamál, fjárfestingar, ástina, börnin þín og eða menntamál. Þessi mikli þankagangur fer svo að kyrrast um miðjan mánuðinn, aðallega því þú ferð að átta þig á því hvernig þú vilt haga þessum málaflokkum og framvinda fer í gang í kjölfarið. Þessi framvinda verður bæði gleðileg og auðgandi, bæði andlega og peningalega.

Júpiter er að skapa mikla innkomu, og þér gætu hlotnast eignir undir þessum áhrifum. Eignir sem frá þínum dyrum séð eru ómetanlegar.