Pláneta ástar, munaðs og hamingju tók sér sæti á kröftugum stað á síðasta degi marsmánaðar og verður þar til lok júlímánaðar. Þetta er tími sem mun einkennast af trúfestu og styrk í rómantík og samböndum. Ef þú kæri sporðdreki varst einhleypur fyrir apríl þessa árs máttu eiga von á því að það taki breytingum yfir sumarmánuðina og þið hinir megið eiga von á vaxandi styrk í þínu sambandi – þetta mun sýna sig í öllum samskiptum samt sem áður og þá sérstaklega í tengslum við náin viðskiptasambönd og ýmis vinnubandalög sem þú gætir hafa mótað í lífi þínu. Þann 5. maí síðastliðin urðu augljós tímamót í korti sporðdrekans – ekki stór tímamót en þó tímamót. Þá hreyfðist við kortinu þínu og átakanleg samskipti hættu að skipta máli og heimilið, hjartað eða móðirin tóku miðjusætið í lífi þínu. Þetta mun skapa umbætur og/eða meiri umferð um heimilið.

Vinnan gæti hafa flust heim á við og mun svo taka öðrum stakkaskipum við næstu tímamót sem verða þann 18. júní næstkomandi. Við þessa breytingu muntu sjá enn frekari sköpun, frjósemi, og virkni í lífi þínu. Gríðarlegur styrkur ríkir í korti þínu þessar næstu vikur og þú munt sjá tækifærin flæða inná borð til þín. Þetta mun sýna sig sérstaklega í rómantík, listrænni sköpun og tækifærum þeim tengdum og tækifærum til nýrra og arðvænlegra fjárfestinga.