Hendur og vinna með hendur og samskipti verður í forgrunni tvö næstu ár og þessi karmavinna mun sýna sig vel í dag undir þessu fulla Tungli.

Árið hefur verið strembið og umhleypingasamt hjá sporðdrekanum en þessum óstöðugleika fer senn að ljúka. Í staðinn munu ný og gróðasöm viðskiptasambönd birtast á sjóndeildarhringnum (um mánaðarmót sept/okt). Tekjuflæði ætti að hafa aukist síðan síðan um miðjan júlí og ætti að fara stigvaxandi til nóvemberloka. Júpiter er nú að klára sinn lokasprett í bogmanni og mun þá gefa eins og aðeins hann getur gefið. Hann er ekki kallaður “Sá Góði” af fornum vitringum fyrir ekki neitt. Tekjuflæði mun aukast á þessum tíma, neysla á fæðu mun verða mjög heilnæm og útlit þitt geisla eftir því. Tjáning þín og samskipti innan fjölskyldu eru einnig hluti af áþreifanlegum blessunum þessa tíma og mun sýna sig í vaxandi heilun og gagnkvæmum stuðningi til nóvemberloka.

Í miðjan júlí og til og með miðs september muntu sjá áþreifanlegar framfarir í framamálum og verða þær í hámarki allan ágúst.