Twitter-notandinn SortaBad hefur svo sannarlega klofið samfélagsmiðilinn með ansi hressilegri spurningu – hvernig gíraffar myndu bera slaufu.

Stundum þarf maður bara að hafa smá gaman, sérstaklega á þessum dimmu tímum, og því kemur ekki á óvart að fjölmargir hafa lagt orð í belg um hvernig gíraffi eigi að vera með slaufu.

Færsla SortaBad hefur fengið tæp níu þúsund „læk“ þegar þetta er skrifað og hefur henni verið endurtíst rúmlega þúsund sinnum. Og skoðanir eru svo sannarlega skiptar.

Einhverjir eru á því að fyrri myndin sé rétta leiðin:

Á meðan aðrir telja að mynd númer 2 sýni betur hvernig gíraffi myndi bera slaufu:

Þessi þarf nánari upplýsingar um þennan tiltekna gíraffa til þess að geta svarað:

Og þessi breytir leiknum:

Sama hvert svarið er þá er þráður SortaBad allavega mjög hressandi!