Ég er ekkert rosalega hrifin af steik, en þetta steikarsalat sem samt í algjöru uppáhaldi. Chimichurri-sósan gerir salatið gjörsamlega ómótstæðilegt og virkilega ferskt. Uppskriftina fann ég á síðunni Uppskrift af Lounge 20 og mæli ég hiklaust með þessu!

Steikarsalat

Chimichurri-sósa – Hráefni:

½ bolli ólífuolía
½ bolli fersk steinselja, söxuð
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. rauðvínsedik
1 lítill chili pipar, smátt saxaður
¾ tsk. þurrkað óreganó
salt og pipar

Steikarsalat – Hráefni:

2 nautasteikur, til dæmis rib eye eða t-bone
2 handfyllir af blönduðu salati
2 avókadó
2 msk. sítrónu- eða súraldinsafi
2 msk. ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Fyrst búið þið til Chimichurri-sósuna með því að blanda öllum hráefnunum vel saman. Geymið sósuna í ísskáp. Hafið steikurnar við stofuhita og saltið og piprið. Setjið salatið á stóran disk og drissið með smá ólífuolíu. Skerið avókadó í þunna strimla og drissið með sítrónusafa. Hitið pönnu yfir háum hita og steikið steikurnar í um 3 mínútur á hverri hlið þegar að pannan er orðin heit. Takið steikurnar af pönnunni og látið þær kólna við stofuhita í nokkrar mínútur. Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatið ásamt avókadó. Skreytið með Chimichurri-sósunni og berið fram.