Þó þessi nýja uppbygging sé stíf og kröfuhörð er hún kærkomin breyting eftir nokkkra ára niðurrif.

Sólin skapar ávallt áhugaverð áhrif í korti – en hitinn sem frá henni stafar á það til að skapa bruna, valdatog eða ertingu. Þetta er sérstaklega raunin fyrir steingeitina þar sem Sólin ræður yfir húsi umbreytinga og varnarleysis. Ferð Sólar í gegnum merkin tólf táknar ávallt ferð varnarleysis og sálrænnar skoðunar – Þetta er hluti af karmísku lífshlaupi geitarinnar. Í byrjun ágúst er þetta varnarleysi á sviði sambanda, og sér í lagi í tengslum við yfirvald, föður, stjórnsýslu eða eigin líkama, en um miðjan mánuð fer Sólin í eigið hús og þá koma raunverulegar og haldbærar breytingar á líkama og atvinnu. Á ári hverju er þetta tími þar sem steingeit rísandi þarf að pakka saman einhverju gömlu og opna fyrir eitthvað nýtt. Upphaflega getur þetta haft í för með sér sársauka en viska og styrkur steingeitarinnar er mikill og eru hennar bestu vinir á slíkum stundum.

Samskiptin hafa verið heit og óþægileg, sér í lagi samskipti innan fjölskyldunnar en þetta á líka að sjatna um miðjan mánuð.