„Vulnerability is not winning or losing. It is having the courage to show up when you can’t control the outcome.“
-Brene Brown

Steingeitur rísandi fæðast oft með mikið karma í farteskinu, en ljónsmerkið lendir á erfiðu áttunda húsi. Þær neyðast til að fara í gegnum mikla andleg hreinsun á lífsleiðinni, erfiða aðskilnaði og oft einhvers konar vinnu með fíknir og varnarleysi – sér í lagi á tíma sólarinnar (skv. Tímabilakerfi kortsins þíns).

Þetta er eitt af því varnarleysi sem steingeitin fær virka aðstoð með októbermánuði – en mikil kærleiksaðstoð er til staðar til að heila viðkvæm og gömul sár. Satúrnus hefur loksins snúið sér við en í lok september fór hann loksins fram á við.

Þetta ætti að skapa betra tekjuflæði, meira jafnvægi, betri framsýn, sér í lagi hvað varðar vinnu, fjölskyldu, neysluvenjur, tekjur og sjálfsmynd. Júpiter heldur áfram að blessa tólfta húsið með góðum svefni, aðstoð við útgjöld, uppbyggingu andans og sálarinnar og djúpa andlega tengingu við æðri sviðin (annað hvort með kennara eða í gegnum drauma). Mikil handleiðsla er handan við það sýnilega og andlegur kennari birtist þér í draumum og hugleiðslu.