“Wherever you are, be there totally.”
Eckhart Tolle

Kæra steingeit, ég veit það liggja þyngsli á þér og erfitt er að færa sig úr stað og finna neista og frumkvæði. Þegar Mars fer í framför aftur á þrettándanum mun þetta vissulega lagast örlítið en með framvindu Mars liggja verkin okkar skýrar fyrir en þetta er eitthvað sem ávallt skiptir þig miklu máli.

Steingeitin er merki sem lætur verkin tala og hefur djúpstæða þörf fyrir það að sjá hvert hún er að fara, að skipuleggja leið sína og finna til sín í gegnum verk handa sinna. Hluti af þunganum er vissulega staða þungs Satúrnusar í fyrsta húsi en hann á það til að skapa stöðnun og innhverfa orku sem er erfitt að hreyfa úr stað. Satúrnus hamlar oft framför, og gerir það með því að planta efasemdum og djúpum íhugunarefnum um þig sjálfan sem þú neyðist til að ígrunda og skilja til að leysa.

Atburðarás síðustu vikna og mánaða gætu hafa leitt til þess að þú ert nú eilítið fastur í lífi þínu. Tekjuskortur eða stöðnun gæti verið þar þáttur og því skapast þungi yfir þér sem er erfitt að vinna í gegnum. Hafðu þó ekki áhyggjur elsku vinur því verkefnið núna er að kryfja kima sálarinnar og leyfa sér að fara djúpt inní þá vinnu.

Hættu því að reyna að hlaupa í hringi, kveiktu á góðri tónlist eða sestu niður og gerðu hugleiðsluna á reglulegum þætti í daglega lífinu. Fagnaðu orku Satúrnusar með að taka í höndina á honum með djúpri og markvissri innri skoðun. Færðu planið inn á við og leyfðu þér að rækta hug og hjarta af raunsærri einlægni og heilindum. Með tímanum muntu finna þyngslin létta og þú munt hafa byggt upp þínar andlegu stoðir sem verða þér bara til styrkingar um árabil.