Eftir tvö ár af markvissu niðurrifi fær hún tækifæri til að skapa sér nýtt líf – afar afar hægt – en þó. Með Rahu í sjötta húsi veitir henni líka nóg af verkefnum en að eiga við hreinsun á líkama og sál er hluti af þessu nýja upphafi. Með Rahu í sjötta húsi gæti skapast umhverfi óhreininda, myglu, eða sveppa í kringum steingeitina, sem gæti hafa verið að skapa henni heilsufarslega kvilla, en þetta er karmavinna sem stendur til lok september og snýst um að vinna og fókusera á nákvæmni, hreinlæti og hreinsun, ekki bara á líkama og sál, heldur einnig í lífsstíl og heimili.

Þetta er þó ljúfur og fallegur tími í lífi steingeita.

Af öllum merkjunum tólf upplifir steingeitin langmestu helgunina og ást frá maka þetta sumar til og með ágústmánaðar. Einhver er yfir sig ástfanginn af steingeitinni og lifir hún þessa dagana á bleiku skýi í fallegu og rómantísku sambandi.