Í júlí verður tempóið í lífi þínu mun hraðara en hefur gengist og gerist. Það er mikið um ábyrgðir, nákvæmnisvinnu og skriffinnsku. Þú hefur næga orku svo það ætti að vera lítill vandi en þónokkur hætta er á ágreiningi við vini og nágranna. Mikil hitalægð er yfir kortum steingeitarinnar og með bæði Rahu, Sól og Merkúr í húsi ágreininga aukast líkur á áflogum. Sömu plánetustöður framkallar styrk, atorkusemi og vinnusemi en á sama tíma mögulega ágreininga sökum áræðni og ágengni frá þínum enda. Júlí er mánuðurinn þar sem eftirfarandi zen máltæki á vel við:

„If you don’t have time to meditate for an hour everyday, you should meditate for two hours.“

Þrátt fyrir átök, fljótfærni og áræðni er júlí einnig tími ástar og rómantíkur fyrir fyrir steingeitina. Reyndu af öllum mætti að fljúgast ekki á vegna minniháttar mála eða ágreininga. Þér mun líða eins og allt og allir vilji skapa þér vandamál og óvild og möguleiki er á að yfirvöld eða yfirmaður reynist þér andsnúinn og erfiður.

Heilsumál verða þér í hugleikinn í júlí en þessi mikli eldur og orka mun skapa taugakerfinu einhverja kvilla. Steingeitin er einnig með Rahu á vettvangi sem skapar henni óhreinindi í líkama og heilsukvilla því tengdu. Annað hvort eru lífsstílsvenjur þínar slæmar þetta árið eða matarræði eða önnur neysla að stuðla að uppsöfnun eiturefna í meltingu og vefjum. Júlí gæti verið einstaklega slæmur hvað þessi mál varðar en ágúst verður hins vegar tími mikillar upphafningar. Elsku Steingeit ég hvet þig til að hreinsa líkama og sál í júlí og skapa einföldun á flestum þínum málum þar sem hægt er.