Þrátt fyrir skemmtilega og skapandi einstaklinga í lífi steingeitarinnar á sviði atvinnu – þá gerir vart við sig vanlíðan og mikið eirðarleysi í september.

Mars og Úranus leggjast saman á sviði tilfinninga og eru þessar tvær saman líklegar til að skapa miklar truflanir. Þegar þessar tvær sameinast í kortum jarða og þjóða skapa þær títt jarðskjálfta og aðrar snöggar og ófyrirséðar náttúruhamfarir. Þar sem þessar saman leggjast á vettvang heimilis og hjarta steingeitarinnar má gera ráð fyrir jarðskjálftum eða óvæntum hörmungum inná heimilii og tilfinningasviði steingeitarinnar.

Vinir, synir, bræður og áhrifavaldar í kringum steingeitina eru að basla mikið og áhyggjur eru líklegar til að gera vart við sig í tengslum við þessa einstaklinga. Þetta er ekki góður tími til að leggja traust sitt þar. Samskipti við lögmenn, ráðgjafa og sérkennara reynast vel og mikil aðstoð við útgjöld og kostnað skapa öflugri fjárhag. Líklegt er að steingeitin standi vel fjárhagslega sökum gjöfullar aðstoðar í tengslum við útgjöld og gamlar skuldir sem hafa verið að safnast upp síðustu ár.