“There is virtue in work and there is virtue in rest. Use both and overlook neither.”
Alan Cohen

Mín kæra dugmikla geit – fyrri hluti desember verður gróðrasamari og að mörgu árangursríkari en sá seinni. Frá og með sextándanum og yfir hátíðirnar verður hvíld og endurhæfing í forgrunni hjá þér mín kæra, en fyrri hlutinn snýst um að klára markmið, verkefni og kröfuhart hópastarf. Þetta gæti verið tengt einhvers konar námi eða þjálfun og mun hafa lærdómsríkan tón í það minnsta. Venus vermir atvinnuhús og skapar þér velvild yfirmanna og samverkafólks, en Venus færir frið og jafnvægi þar sem hún kemur við á sínum ferðalögum. Hjá sumum steingeitin mun ástin banka uppá í vinnunni eða í gegnum vinnuna.

Mars hefur legið á samskiptavettvangi síðustu vikur og verið þar í meðal annars afturgír – þetta skapar þung, kröfuhörð og mögulega pirruð samskipti varðandi þá helst vini, móður eða heimilið. Á tímabilinu frá 9-13 desember lendir áhorf frá elddrekanum Ketu á Mars og færir einhver sveiflukennd, furðuleg og/eða eldheit vandamál í tengslum við heimilið, brjóst, tilfinningar, vini, hópastarf eða eldra systkin. Erting á brjóstsvæði eða brjóstsviði væru einkennandi og einkenni sem þá koma og fara.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir á rísanda steingeitarinnar en hann hefur verið á vettvangi afsölu, einveru, kynlífsog missi síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti steingeitarinnar hefur hann verið á húsi afsölu og einveru og sent áhorf á vettvang heilsu – í kjölfarið skapað áráttukenndar neysluvenjur, afsölu og þörf fyrir einveru eða flótta. Plútó fer nú inná vettvang rísandans þar sem hann skapar uppstokkun í sjálfsmynd, ábyrgð og persónulegum krafti. Margar og mikilvægar fæðingar munu eiga sér stað í lífi steingeitarinnar á nýju ári og munu þær einkennast af nýfæddri sjálfsvirðingu og þörf fyrir líkamlega og persónulega styrkingu.