Þessi sértilgerða spá fyrir Fréttanetið er svokölluð Jyotish spá eða Vedísk stjörnuspeki og er unnin af Fjólu Björk Jensdóttur.

Fjóla Björk er bæði vedískur stjörnuspekingur, ayurvedískur lífsstílsráðgjafi og listakona. Vedíska stjörnuspekin eru hluti af hinum fallegu og rómantísku indversku fræðum sem eiga rætur sínar í hin fornu heimspekirit Indverja – kölluð vedaritin.

Fjóla nam þessi fræði innan kornakra Iowa fylkis í Bandaríkjunum frá árunum 2000 til ársins 2006 þar sem hún tók B.A. gráðu til Ayurvedískra lækninga og M.A. gráðu til „fine arts“. Vedíska spáin byggir á nákvæmum reikningum Fjólu en mikilvægt er að þekkja sitt vedíska rísanda merki, og/eða tunglmerki svo hægt sé að lesa rétt í spána.

Hægt er að senda póst á fjola@frettanetid.is ef þú hefur áhuga á að finna út rísandann þinn, en Fjóla mun héðan í frá birta mánaðarlega stjörnuspá á Fréttanetinu.

HRÚTUR

Nauðsynleg útgjöld til uppbyggingar

Hrúturinn þarf að sættast á óvissu og útgjöld í júlí. Þar sem mikil, falleg og markviss uppbygging eru á orðstír hrútsins árið 2020 og 2021 eru þessi útgjöld á vissan hátt nauðsynleg til að hleypa þessu í gang. Stjörnurnar í janúar, sem voru stórkostlega erfiðar á heimsvísu, gætu hafa skapað algjört hrun á sviði atvinnumála hrútsins en þetta hafði þann tilgang einan að endurskapa nýja stefnu sem nú ætti að fara taka sér birtingarmynd. Þú gætir upplifað að hlutirnir séu ekki að falla í farveg en uppskeran mun hefjast um miðjan ágúst næstkomandi og tekjuflæði taka kipp um miðjan september.

Fyrir hrútinn er Rahu þetta árið bæði í húsi og merki samskipta, ræðuhalda, skrifta og miðlunar. Þetta stuðlar að óvenjulegum, miklum og mögulega erlendum samskiptum. Að læra nýtt tungumál eða hreinlega nýjar leiðir til áhrifaríkra samskipta er þemað þetta árið til og með miðs september þegar hrisstingar gera vart við sig í fjölskyldumálum og tekjuflæði.

Mikill fjölskyldukærleikur ríkir í júlí hjá hrútnum – Konur, tíska, munaður og forréttindi skapa þér einhverja tekjulind í júlí og þú geislar af fegurð og heilbrigði. Hrúturinn leggur mikið uppúr útliti sínu og framsetningu í júlí og líkur eru á einhvers konar uppistandi eða listrænni tjáningu. Það er almennt séð mikið um miðlun og hrúturinn fær viðurkenningu fyrir fágun sína, fegurð og listrænt innsæi.

NAUT

Endurmenntun – Uppbygging – Efnisleg þensla

Góð tíð hjá nauti rísandi en mikill vöxtur á sér stað í málum eigna og tekna en í júlí fer mikið púður hjá þér í skoðun á hvað þú átt, hvað þú vilt eiga og hverju þú átt rétt á. Samningar varðandi eignir, fjárfestingar eða börn nautsins eru í skoðun í augnablikinu en breytingar eru væntanlegar í tengslum við þessa málaflokka – sér í lagi fyrir fimmtánda þessa mánaðar. Einhvers konar erlend, ný og/eða óvenjuleg tekjulind hefur poppað upp í lífi nautsins þetta árið og viðskipti eru í miklum blóma í sumar – tekjur erlendis frá eru líklegar til að vera ríflegar. Þessi tekjulind mun skapa breytingar á vinnu og vinnuumhverfi en mikið gæti verið um erlend áhrif á þessu sviði til októberloka.

Þegar sterkur Venus sest á rísanda nautsins eins og raunin er allan júní og júlí þetta árið – missir nautið eilítið tökum á sínum innri nautnaseggi og búast má við ofáti, ofdrykkju og óhóflegum skemmtunum eða svefni þetta sumarið. Þetta er ávallt barátta í lífi nautsins.

TVÍBURI

Skapandi verkefni í tengslum við heimili – Hamingja á földum eða á afskekktum stað

Kort tvíburans er fyrst og fremst sexý í júlí. Það eru töfrar innan svefnherbergisins og líkamsrækt tvíburans er fullnægt innan kima svefnherbergisins í júlí.

Merkúr er ráðandi pláneta tvíburans og í svokölluðum retrógír til 12 júlí næstkomandi. Þetta skapar vissar endurskoðun á málefnum eða verkefnum sem lúta að heimilinu, húsnæði, skriftum eða viðskiptum en megin verkefni tvíburans í ár eða að enduruppgötva sjálfið og nóg verður af tækifærum sem stuðla að uppbyggingu líkama og sálar. Stundum er það horfa á okkur sjálf og einbeita á sjálfsrækt það erfiðasta sem við gerum en það er ekki umflúið í bili. Í júlí verða gróskusöm samskipti við nágranna og mikil heilun sem á sér stað í samskiptum.

Sólin situr gríðarlega sterk í fyrsta húsi tvíburans til miðs júlí og þetta eflir hann persónulega og líkamlega. Sólin færir líka mikinn meðbyr undir samskipti, virkni, ákveðni og framvindu. Tvíburinn fær hugrekkið til að segja og gera kröfur. Sólin eykur bæði útgeislun, sjálfsörugga tjáningu og persónulega athygli.

Rétt eins og steingeitin þá er þetta tíminn í lífi tvíburans til að einbeita á umbætur á heimilinu (eða sumarhúsinu). Tvíburinn og steingeitin eiga það líka sameiginlegt að hafa virkan áhuga á uppbyggingu og sköpun.

KRABBI

Fjárfestar eða útgáfa í atvinnumálum – Náinn vinur verður ástvinur – Gleðin og hamingja í forgrunni

Í júní voru kröfuhörð verkefni í tengslum við orðstír og frama í kortum krabbans. Visst varnarleysi vegna óstöðugleika og sameiginlegra fjármála gerði vart við sig í nokkrar vikur, en kaflaskipti áttu sér stað í lok júní. Þessi kaflaskipti eru kærkomin sökum þungra útgjalda í júní og júlí en atvinnumál í júlí munu einkennast af mikilli heppni, stuðningi og vaxandi styrk. Vöxturinn verður hægur en þó stöðugur. Í júlí máttu búast við mikilli þenslu í atvinnuálum sökum staðsetningar Júpiters á þeim vettvangi frá fyrsta degi. Júpiter færir einnig fjárhagsleg tækifæri, skapar líkur á útgáfu og tengsli við tekjutengdan stuðning. Fjárfestar eru líklegir. Vinir og hópastarf mun einkennast af kærleika.

Kæri krabbi, ástarmálin blómstra í júlí, en mögulega þar sem þú sýst átt von á. Þú verður mögulega ástfanginn af nýjum eða gömlum vini og neistar gætu farið að fljúga. Góður vinur er orðinn ástfanginn og líklegur til að sýna rómantískan áhuga. Þessi áhrif eru nokkuð sterk þar sem Venus hefur staldrað við í nokkra mánuði á þessum stað og áhrifamáttur hans styrkist við hvern dag sem hann liggur í nautinu.

Heimilið verður uppspretta mikils félagslífs og vinir sækja þig heim í júlí. Mikið verður um partý og uppákomur hjá krabbanum í júlí en hjartað blómstrar svo sannarlega í kjölfarið því fjölskyldan og samfélagið er ávallt krabbanum mikilvægast öllu.

LJÓN

Heimili eða heimilisaðstæður taka breytingum

Kröftugir umbreytingarkraftar verða að verki í lífi ljónsins í júlí . Mars tekur sér stöðu þar sem hann nær að velta grunnstoðunum og breytikraftar verða öflugir. Þetta eru allt góðar breytingar og gætu falið í sér stuðning til breyttra og bættra heimilisaðstæðna. Mikill hraði tekur forgrunn rétt á meðan en á sama tíma mikill lífskraftur og lífsgleði.

Hræringar eru í kringum vini. Vinir munu hverfa á braut en mögulega nýir og betri vinir sjá dagsins ljós – Vinátta við óvenjulega eða erlenda einstaklinga gerir vart við sig. Samskipti við erlend yfirvöld varðandi framtíðarmarkmið verða árangursrík og góð. Mikilvæg markmið gætu verið að taka sér mynd í júlí og viðskipti eða samskipti við hópa og vini eru uppá 10.

Mikil sköpun og skapandi tjáskipti er í kringum ljónið í sumar og þetta verður sérlega árangursríkt í júlí. Með Venus sterkan á sviði atvinnumála í sumar skapar rómantík eða ást í á vettvangi atvinnu. Einhver ástaráhugi eða viðleitni sýnir sig í einhverjum í vinnu eða mögulega frá kúnna sem þú hittir í gegnum vinnu. Yfirvald sýnir kærleiksríkan stuðning og skapar þér góðan farveg kæra ljón. Í ágúst kemur svo smá lægð í lífi ljónsins svo nýttu vel kröfuga orkuna í júlí til að snúa málunum þér í hag.

MEYJA

Stórkostleg og merkileg framvinda í erlendum viðskiptum

Þrátt fyrir mikinn óstöðugleika í tengslum við atvinnumál hjá allflestum á þessum fordæmalausum tímum þá er árið 2020 ár sigra í atvinnulífinu fyrir meyjuna. Það verða sveiflur og þú mátt vænta sveiflna, en árangur mun koma í miklum óvæntum stökkum. Ég tala um þetta núna í júlí dálki 2020 því þessi árangur mun ekki láta á sér kræla á tíma sólar í meyju frá 14. Júní til 15. Júlí og í raun ennbetur á tíma sólar í vog frá 15. Júlí til miðs ágúst. Eitthvað verður um skoðun og endurskoðun á viðskiptaháttum og þörfum fyrri hluta júlí mánaðar en því mun ljúka á 12 júlí þegar markviss stefna nýrra og afar árangursríkra viðskipta munu taka sér bólfestu í lífi þínu. Þú býrð yfir sérstaklega miklum fókus og sérstaklega mikilli færni til að hugsa viðskiptalega þröskulda á hátt sem skapar þér forskot og ávinning. Meyjan býr yfir gríðarlega mikilli huglægra næmni og snilligáfu í augnablikinu.

Konur og maki eru sérstakir velunnarar fyrir meyjuna í júlí og munu styrkja öll málefni hennar. Ferðalög verða uppspretta mikilla nauta, forréttinda og munaðs.

VOG

Falin ást og óvænt ferðalög

Júní var mánuður endurskoðunar og innri ferðar hjá voginni. Í lok júní (25.06) snéri Venus (ráðandi pláneta vogarinnar) sér fram á við og orsakaði betri framtíðarsýn og grundvöll fyrir ákvarðanir og framvindu. Hjá voginni skapast mörg skemmtileg atvinnutengsli í júlí. Það er næstum yfirþyrmandi mikið um að vera, en samskiptin, þó krefjandi, þá eru þau skemmtileg og örvandi. Ferðalög eru líkleg, en koma óvænt og verða afar gefandi. Eitthvað virðist almennt losna um ferðahöft því bogmaðurinn nær góðum styrk frá mánaðarmótum júní/júlí. Nýr lærdómur, lífsins speki og mögulega tenging við kennara eða Guru er þema ársins hjá voginni og samskiptin þarna verða mjög mikil á þessu sviði í júlí mánuði. Ferðalög gætu komið inn einnig í tengslum við þennan lærdóm voginnar sem gæti hreinlega verið sérnám af hvers kyns toga. Allavega er gleði, hreyfanleiki, sköpun, húmor og léttleiki yfir öllum samskiptum voginnar og hún laðar að sér skemmtilega einstaklinga sem hafa mikið að kenna henni.

Það má segja að ástarmálin liggi undir hulu hjá voginni en þetta getur þýtt að ástin sé annað hvort ný af nálinni og því flestum falin, leynd fyrir einhverja aðra ástæðu, eða mögulega tímabundið fjarverandi.

Þyngsli eru heima við og lítið um léttleika þegar komið er heim, en þetta getur verið vegna hrörnandi húsnæðis, stífra byggingarframkvæmda eða erfiðra samskipta við móður eða sambýlisaðilla.

SPORÐDREKI

Metnaður – Drif – Ástríða

Sporðdrekinn upplifir mikla þörf til einlægrar sjálfstjáningar í júlí og agann til að keyra verkefni sín alla leið. Gríðarlegur agi, drif og kraftur rennur um æðar sporðdrekans til að keyra áfram allar hans ástríður og markmið – sérstaklega í tengslum við íþróttamennsku, hreyfingu og sjálfsstæð skapandi verkefni. Metnaðurinn er mikill. Þessi skapandi gætu líklega tengst skriftum eða kröfuharðri handavinnu þar sem karma sporðdrekans lítur að öguðum skrifum, samskiptum og vinnu með hendur þetta árið.

Með Plútó í samtengingu við Júpiter fáum við breytingar og varnarleysi á sviði útlits, fjölskyldu og tekjuflæðis. Einhverjar umbreytingar eru að eiga sér stað á þessum málum og líklegar eru erjur og erfið samskipti við börnin þín. Hafðu þó í huga kæri sporðdreki að Júpiter er að renna úr þessu varnarleysi í gríðarlegan styrk til lok nóvembers og það mun stuðla að því að fjölskyldumál og tekjuflæði mun standa sterkar og vera gjöfulla eftir þessa óvissi og breytingar.

BOGMAÐUR

Tímabundin óvissa – Tímamót – Ást og barneignir á sjóndeildarhringnum

Árið 2020 eru sérstaklega mikið hræringarár í lífi bogmanns rísandi. Hann fær að finna fyrir varnarleysi og viðvarandi óstöðugleika. Hann mun þurfa að vinna markvisst að því að finna nýja stefnu og nýtt heimili en stoðir, eignir og sjálfsmynd eru í stöðugri nýmyndun ef svo má að orði komast.

Júlí er mánuður þar sem ekkert liggur í föstum skorðum og kjarni bogmannsins, bæði heimilið, tilfinningalíf og almennar stoðir hanga í lausu lofti og óvíst um hvernig framtíðin mun hreinlega líta út. Lokað hefur verið fyrir sjón og framsýn og það eina sem þú getur gert kæri bogmaður er að treysta.

Ástarmálin hafa reynst honum erfið núna síðustu vikur, keppinautar eða höfnun gert vart við sig og sjálfsmyndin tekur hnekki í kjölfarið. Bogmaðurinn getur þó fagnað í júlí því þá skapast honum léttir, því ný tækifæri, stuðningur, gleði og þekking rennur í garð. Það má segja að hann finni gríðarlega örvandi og yndisleg samskipti og kjölfarið mun ástin banka uppá. Nú er tíminn hjá bogmanninum að opna huga og hjarta og taka á móti blessunum því mikið af því mun gera vart við sig í samböndum, sérstaklega viðskiptatengdum samskiptum. Almennt séð er mikil heppni sem umlykur kort bogmannsins í júlí, heppni, þensla, barnalán, handleiðsla og gleði.

Þrátt fyrir óvissu í lífi bogmannsins er Júpiter á mörkum þess að renna á öflugasta stað kortsins sem mun skapa gríðarleg tækifæri til hamingju og vaxtar og þá sér í lagi í tengslum við barneignir, gróðrasamar fjárfestingar og ástríkt ástarsamband.

STEINGEIT

Kvaðir eða þröskuldar sökum heilsubresta eða yfirvalds – Óhreinindi og kvillar – Átök

Í júlí verður tempóið í lífi þínu mun hraðara en hefur gengist og gerist. Það er mikið um ábyrgðir, nákvæmnisvinnu og skriffinnsku. Þú hefur næga orku svo það ætti að vera lítill vandi en þónokkur hætta er á ágreiningi við vini og nágranna. Mikil hitalægð er yfir kortum steingeitarinnar og með bæði Rahu, Sól og Merkúr í húsi ágreininga aukast líkur á áflogum. Sömu plánetustöður framkallar styrk, atorkusemi og vinnusemi en á sama tíma mögulega ágreininga sökum áræðni og ágengni frá þínum enda. Júlí er mánuðurinn þar sem eftirfarandi zen máltæki á vel við:

„If you don’t have time to meditate for an hour everyday, you should meditate for two hours.“

Þrátt fyrir átök, fljótfærni og áræðni er júlí einnig tími ástar og rómantíkur fyrir fyrir steingeitina. Reyndu af öllum mætti að fljúgast ekki á vegna minniháttar mála eða ágreininga. Þér mun líða eins og allt og allir vilji skapa þér vandamál og óvild og möguleiki er á að yfirvöld eða yfirmaður reynist þér andsnúinn og erfiður.

Heilsumál verða þér í hugleikinn í júlí en þessi mikli eldur og orka mun skapa taugakerfinu einhverja kvilla. Steingeitin er einnig með Rahu á vettvangi sem skapar henni óhreinindi í líkama og heilsukvilla því tengdu. Annað hvort eru lífsstílsvenjur þínar slæmar þetta árið eða matarræði eða önnur neysla að stuðla að uppsöfnun eiturefna í meltingu og vefjum. Júlí gæti verið einstaklega slæmur hvað þessi mál varðar en ágúst verður hins vegar tími mikillar upphafningar. Elsku Steingeit ég hvet þig til að hreinsa líkama og sál í júlí og skapa einföldun á flestum þínum málum þar sem hægt er.

VATNSBERI

Samhljómur í fjölskyldu og heima við – Stórmerkileg hepppni – Viðskipti og samskipti skapa framgöngu

Fjölskyldumiðaðir hittingar eða listrænar og rómantískar uppákomur inná heimilinu einkenna júlímánuð hjá vatnsberanum. Mikill samhljómur rýkir heima við. Þú upplifir mikið öryggi og nýtur verndar þinna nánustu. Þetta sumar hefur verið almennt mjög hamingjuríkt og stuðlað djúpri ró í lífi vatnsberans. Þú ert líklegur til að eyða töluverðum pening og orku í að fegra og auka við munað og þægindi í þínu nánasta umhverfi.

Mikið er um stuðning og meðbyr frá umhverfi vatnsberans í júlí. Samskipti í júlí einkennast af ást, gleði, sköpun og rómantík, sérstaklega til miðs mánaðar á meðan Sólin dvelur við í tvíburanum. Kort vatnsberans býr yfir slíkum styrk í júlí að hann gæti upplifað eins og tækifærin vaxi hreinlega á trjánum. Fyrri hluta mánaðarins nær þessi jákvæði styrkur einnig yfir yfirvald og náin langvarandi sambönd en eitthvað verður um úrvinnslu og andstreymi eftir miðjan mánuðinn. Ég hvet þig til að nota þessa orku í byrjun júlí til að hreinlega „shoot for the stars“.

Sameiginleg fjármál verða þér til framfara og styrkingar í júlí og líkur eru á styrkjum eða fjárhagslegum stuðningi frá tryggingum, yfirvaldi eða stjórnsýslu.

Þetta ár er erfitt fyrir svefn og svefngæði hjá vatnsberanum. Að stuðla að góðum svefni er ávallt best með góðri líkamlegri útrás og heilbrigðu matarræði.

FISKUR

Umbætur heima við eða á farartæki – Vinskapur blómstrar í nánast umhverfi – Samskipti og listræn tjáning vekur athygli

Fiskurinn sem yfirleitt er frekar rólegur og hæglátur fær orkuinnspítingu í júlímánuði. Þessi orka mun stuðla að markvissum og gagnkvæmum stuðningi. Nágrannar, vinir, bræður og synir mæta á staðinn til að hjálpa til, samskipti einkennast af kærleika og samhljóm og vinátta blómstrar á öllum vettvöngum. Fiskurinn gæti fundið nýja og hjálpsama vini í sínu nánast umhverfi.

Miklar aðgerðir og viðgerðir á heimili eða bifreið eru líklegar í júlí en einnig gætu þessar stjörnutengingar stuðlað að því að þú hreinlega skapar þér betra skipulag á vinnustað eða heimili. Fiskurinn einbeitir sér mikið að heimilinu, kjarnanum og móður sinni þetta árið og verður þetta karmaverkefni í forgrunni í júlí mánuði. Breytingar eru þó þemað og breytingar á heimili gætu verið tíðar undir þessum áhrifum til og með lok september.