„September er mánuður afgerandi kaflaskipta. Almennt séð víkja óttablandin samskipti fjölmiðla, miðlunar og hugsunar fyrir eflingu efnahagsins og aukins stöðugleika.“

Í september gerist sú afar skemmtilega tilviljun að sex plánetur raðast í eigin merki og ná þannig miklum styrk. Pláneta í eigin merki ber styrk og þrek og er því þessi mánuður stjarnfræðilegar kröfugur – þetta þýðir einfaldlega að fallegur farvegur og jafnvægi einkennir flest mál.

Fyrstu daga september (1sta-3ðja) dansa þó ástargyðjurnar viltan dans og karma knýr á dyr. Satúrnus leggst beint á Venus og þrýstingur, þjáningar, sorg eða aðskilnaður sýnir sig í samböndum, ást, kenndum og tengingum fólks á milli. Þarna verða örlögin að verki og reynið að sýna kærleika í verki á þessum dögum. Ræktið auðmýkt og kærleika hið innra og berið reisn í samskiptum. Hafið hugfast fyrst og fremst að þessu linnir og með vilja og sjálfsskoðun kemst jafnvægið á á ný.

HRÚTUR

Húðkvillar í andliti – Höfuðverkir – Sprengikraftur, hvatvísi og skjálftar

Gríðarlegur og mögulega truflaður kraftur einkennir hrútinn allan september. Þetta er líklegt til að valda erfiðleikum, mest í samskiptum en fyrir suma hrúta gæti þetta helst sýnt sig heilsufarslega. Svipuð einkenni og hrjáir sporðdrekann gera vart við sig. Atvinnumál hafa snúist um leik og sköpun síðustu vikur en nú kemur tími þar sem skipulag verður tekið í gegn í vinnunni. Huglæg vinna eða samskiptatengd vinna verður í forgrunni.

Þú nýtur mikillar heppni og stuðnings þessa dagana elsku hrútur. Stuðningur frá kennara eða föður, og þetta gæti varðað sérstaklega útgjöld, eða einhver leyndarmál. Líklegt er að hrúturinn hafi sérstaklega mikinn áhuga á heimsspeki eða dýpri sannleika þetta árið en einhver kennsla eða þekking sem varð á vegi þínum hefur kveikt áhuga hvað þessa hluti varðar.

Dharma – eða hið svokallaða ætlunarverk sálarinnar – gerir vart við sig í atvinnumálum árið 2020 og 2021, en á þessum misserum ertu að byggja upp sterkar stoðirnar sem þú munt búa að á komandi árum. Þrekraun er jafnvel rétta orðið en uppskeran er ekki langt undan.

NAUT

Leynd eða kynferðisleg sambönd – Heppilegar fjárfestingar

Stjörnurnar eru sterkar í september – með fjöldann allan af plánetum á heimaslóðum í miklum styrk. Á slíkum tíma eru mörg kort sem ná miklum styrk en nautið er því miður ekki eitt af þeim. Sterkustu pláneturnar lenda á máttlausum staðsetningum eða undir erfiðum áhorfum.

Samböndin í lífi þínu kæra naut eru kostnaðarsöm og gætu komið þér óþægilega á óvart. Plúsinn þarna er að óvænt, örvandi, kynferðisleg og líklega afar leynileg sambönd gætu einnig birst þér undir þessum áhrifum.

September er tjáningarríkur mánuður fyrir þig og er karma þessa árs að eiga við lögmenn, ráðgjafa eða kennara. Samskiptin í september verða fyrst og fremst við þessa persónu/r. Þessi samskipti verða fyrstu dagana erfið en vaxa svo í blessun og gjöfum eftir því sem líður á mánuðinn. Þetta er mjög karmískt og er hér komið til að hjálpa þér að skilja sjálfan þig, þína heimsmynd og þitt pláss í þessum heimi.

Viðskipti og samskipti líta einnig að fjárfestingum og þar myndi ég hvetja þig til að taka af skarið því viðskiptin munu reynast þér vel. Fólk er samt iðulega að fela eitthvað fyrir þér í september svo vertu viss um að líta í öll horn áður en þú tekur af skarið.

TVÍBURI

Innri sortering – Kennsla og gjafir í samböndum

September er tími innri skoðunnar fyrir tvíburann. Þessi innri tenging er enginn flótti eða slíkt heldur eingöngu þörf til að skoða og vinna úr hugmyndabankanum. Þetta er frábær tími til skoða samskiptin inná heimilinu, og samskipti þín við þig sjálfan. Þú ert líklega að leggja plönin að framtíðarstefnu í tengslum við flest þínu persónulegustu mál og best væri að líkja þessum tíma við innri sorteringu. Markmiðavinna er einnig mjög afgerandi í tengslum við þetta og gæti tengst aðgerðum í tengslum við fasteignir, faratæki, tölvur eða hreyfingu.

Þó að hræringar og varnarleysi einkenni samböndin lífi tvíburans árið 2020 að þá eru mannlegar tengingar samt sem áður mjög fallegar í lífi tvíburans þetta haustið 2020 og verða í vaxandi blóma til nóvemberloka. Fólk reynist þér vel og bestu sérfræðingar og kennararnir finna sér leið inní líf þitt. Þér er óhætt að treysta að fólkið í kringum þig reynist þér vel og vill þér vel.

KRABBI

Upphaf ástar og samhljóms – Ný tekjulind – Tíð samskipti og/eða ferðalög

September verður tími rómantíkur, hamingju og ástar fyrir fallega ljúfa krabbann. Venus ljáir honum ást, fegurð, munað og nautnir á meðan hann rennur yfir rísanda krabbakortsins. Þú hefur ríka þörf til að þess að tengjast fólki og átt afar auðvelt með að aðlagast í öllum samskiptum og skapa samhljóm hvar sem þú kemur. Þar sem fyrsta húsið eða rísandi táknar ávallt upphafspunkt er þetta tími þar sem ástin kemur heim, eða rómantík bankar uppá og rómantísk sambönd hefjast í lífi þínu. Þetta geta verið hvers kyns sambönd virðingar, ástar og samhljóms.

Í þrjú misseri hefur krabbinn verið að eiga við vissa stöðnun, einveru, útgjöld eða missi en í september verður breyting á þar sem það opnast fyrir félagsskap, hópastarf, mannúðarvinnu sem og gnægtir af nýjum vinum, vini mögulega erlendum eða af annarri menningu eða hugsun. Þessi áhrif munu vara næstu 18 mánuðina og á þessum sama tíma má búast við sveiflukenndum eða erfiðum samskiptum við börn undir sömun áhrifum.

LJÓN

Forysta – Þensla í málefnum barna (þungun möguleg) – Heppni í fjárfestingum

Fyrri hluti septembermánaðar er tími forystu og ljóma í lífi ljónsins – seinni hlutinn hins vegar tími aukins tekjuflæðis og hækkandi status. Ljónið ber ávallt sterka forystu en í september er þessi forysta afar sýnileg og ljónið lætur ljós sitt skýna eins og ljóninu einu er lagið.

Kæra ljón, í gegnum virka skoðun sjálfsmyndar skaparðu þér aukið tekjuflæði og þá mögulega í gegnum skriftir, nýja samninga eða einhvers konar miðlun, tjáningu (kennslu) eða ræðumennsku.

Allt sem lýtur að börnunum þínum, fjárfestingum og sköpun er umvafið lukku og þenslu, þó að visst varnarleysi einkenni þessi sömu mál á sama tíma. Þú getur þó treyst að allt fari vel hvað þessa málaflokka varðar. Gríðarleg lukka tengist inná svið fjárfestinga svo núna gæti gert vart við sig ný tækifæri til gróðrasamra fjárfestinga. Eins gætu þínar núverandi fjárfestingar stækkað, batnað eða fegrast og/eða þú fengið viðeigandi stuðning til þess. Hafðu augun opin!

MEYJA

Vaxandi orðstýr – Hamingja í vinskap – Mikið um kynlíf og sterk tenging við æðra sjálfið

Sól og Mars skarta svokölluð Moksha hús í september – hús sem eru falin og meira tengd sálartetri og öllum þeim verkfærum sem við höfum mannfólk til að tengjast æðra sjálfinu. Þessi verkfæri opna þér leið að dýpri sannleika – hvort sem það verður í gegnum aðra manneskju eða í gegnum eigin skynjun að þá verður þetta þér aðgengilegt í september. Öll samskipti eru uppá topp tíu í september – atvinnulíf blómstrar og þú ert að njóta virðingar og athygli fyrir skipulags- og samskiptafærni. Undir þessum áhrifum gætirðu verið sýnilegur í fjölmiðlum og skartað þínu fegursta í því samhengi. Njóttu þessa fallega tíma og notaðu þessa djúpu og sterku tengingu við sálina til að auka við einlægar og fallegar tengingar í daglegu lífi. Venus leggur leið sína um vettvang vina og mikið er um fagra, fágaða og kvenlega vini sem reynast þér vel. Innkoma ætti einnig að eflast í september. Mikla hamingju er að finna meðal vina og í mannúðarlegum störfum.

VOG

Rómantík og/eða munaður á atvinnusviði – Kröfuhörð og sveiflukennd sambönd

Karma er heima við þetta árið og margar vogir gætu baslað við þunglyndi eða andlegan vanda undir þessum áhrifum. Ábyrgðin heima við er mikil og hefur bæði áhrif á hamlandi áhrif á heilsufar og atvinnu. Mars og Úranus skarta vettvang sambanda í september. Þetta skapar ákaflegar heitar og ófyrirsjáanlegar tengingar, bæði líkamlega og samskiptalega. Maki gæti komið þér verulega á óvart á ekki svo þægilegan máta eða skyndilega orðið mjög krefjandi. Miklar og átakanlegar sveiflur í sambandi við maka eða viðskiptafélaga er einnig líkleg til að gera vart við sig. Í sterkustu vogarkortunum gæti þetta einfaldlega sýnt sig sem aukin íþróttamennska eða óvænt samskipti við hernað eða lögreglu.

Atvinnulíf blómstrar og óvæntar ástríður á vinnustað gætu gert vart við sig með Venus í krabba allan september.

SPORÐDREKI

Óvænt óvild – Þörf er á heilsusamlegri athygli fyrir íkama og sál

Ljúfi og nærgætni sporðdrekinn (jú hann er ljúfur og nærgætinn – þrátt fyrir marga misskilninga um þetta fallega merki) reynist þurfa að takast heilmikið á í september mánuði. Óvæntir og ófyrirséðir óvinir mæta þér kæri sporðdreki og þetta gæti verið óvinur í formi heilsubrests og þá sér í lagi svokallað pitta ójafnvægi. Líkleg einkenni eru höfuðverkir, bakflæði, vöðvakrampar, erting, exem, fæðuofnæmi og/eða óstöðugleiki í blóði og blóðþrýstingi. Ég mæli með að taka út unna fæðu undir þessum eldaáhrifum, sem og súrsaða, saltaða, sterka og súra. Pitta ójafnvægi krefst eins mikils einfaldleika í fæðunni og við komumst af með. Notaðu ólífuolíu og kókosolíu í mat og á líkamann. Notaðu kókosvatn og basískan mat á borð við vatnsmelónur, lárperur, spergilkál og blómkál. Notaðu heldur trefjaríkt heilmeti í stað unnar fæðu.

Þrátt fyrir óvild og læti í bræðrum og sonum geturðu átt von á stuðningi yfirvalds í frama og töluverðri forystu. Óvildin gæti mögulega átt rætur sínar að rekja í yfirburði þína en hún verður þó óþægileg og mun koma þér í opna skjöldu.

BOGMAÐUR

Upphafning – Nýbreytni og ný tækifæri í atvinnumálum – Stórir sigrar í málum hjartans

Fyrri helming september mánaðar eru sterkustu þættir í lífi bogmannsins stuðningur, trú, meðbyr og aðstoð yfirvalda, föðurs eða kennara. Vinna með ritvinnslu, hvers kyns miðlun, ræðumennsku, skriftir eða kennslu færir orðstýr þinn skrefum ofar í september kæri bogmaður.

Bogmannskortið er í raun mjög sterkt í september og með aðalplánetu á rísanda í smástirninu „ósigrandi“ veitir þér stóra sigra núna í septmber og þá sérstaklega eftir 12ta september þegar þessi pláneta snýr loksins fram á við.
Veikustu þættir kortsins eru tekjuflæði og útlit en það gæti verið lítið eða takmarkað við erfiða vinnu. Þetta mun lagast smám saman eftir 19 september þegar Rahu færir sig. Rahu hefur síðustu 18 mánuði verið að skapa bogmanninum nýjar tengingar og sambönd. Þrá í mannleg tengsl og myndun sambanda hefur rekið lífsneista bogmannsins en nú tekur þessi neisti grundvallandi breytingum og í september færist fókusinn á nýbreytni í atvinnu- og heilsumálum.

Þjónusta, rútína, agi og efling atvinnusviðs mun eiga hug og hjarta þitt kæri bogmaður – frá og með 19 september og næstu 18 mánuði lífs þíns. Treystu elsku bogmaður og njóttu stóru sigranna þinna!

STEINGEIT

Skjálftar í kjarna, heimili og hjarta – Vinir í neyð – Sköpun og gleði á atvinnusviði

Þrátt fyrir skemmtilega og skapandi einstaklinga í lífi steingeitarinnar á sviði atvinnu – þá gerir vart við sig vanlíðan og mikið eirðarleysi í september. Mars og Úranus leggjast saman á sviði tilfinninga og eru þessar tvær saman líklegar til að skapa miklar truflanir. Þegar þessar tvær sameinast í kortum jarða og þjóða skapa þær títt jarðskjálfta og aðrar snöggar og ófyrirséðar náttúruhamfarir. Þar sem þessar saman leggjast á vettvang heimilis og hjarta steingeitarinnar má gera ráð fyrir jarðskjálftum eða óvæntum hörmungum inná heimilii og tilfinningasviði steingeitarinnar. Vinir, synir, bræður og áhrifavaldar í kringum steingeitarinnar eru að basla mikið og áhyggjur eru líklegar til að gera vart við sig í tengslum við þessa einstaklinga. Þetta er ekki góður tími til að leggja traust sitt þar. Samskipti við lögmenn, ráðgjafa og sérkennara reynast vel og mikil aðstoð við útgjöld og kostnað skapa öflugri fjárhag. Líklegt er að steingeitin standi vel fjárhagslega sökum gjöfullar aðstoðar í tengslum við útgjöld og gamlar skuldir sem hafa verið að safnast upp síðustu ár.

VATNSBERI

Góðæri – Einstakir vinir af góðum gæði – Sálufélagar í formi vina – Innkoma eflist

Kæri vatnsberi – þú nýtur einveru þessa dagana og á árinu 2020 hefur opnast fyrir atvinnu sem er annað hvort í einveru, afskekkt á náttúrusvæði, á ferðalögum eða við einhvers konar út- eða innflutning. Þessi tekjulind var upphaflega uppspretta óöryggis og sveiflna en í dag ætti þetta að vera komið í góðan stöðugleika og farveg. Tekjur eru loksins að koma inn, félagsskapurinn er góðhjartaður og tenging við sterka einstaklinga í samfélaginu er að opna fyrir nýja möguleika í tekjum og tækifærum. Markmiðin þín eru að sjá dagsins ljós og þú upplifir fallegan tilgang dag frá degi. Farðu þó gætilega kæri vinur minn vatnsberi því karmað í ár og allt næsta ár eru útgjöld og niðurbrot. Þetta mun vera meira en þú hefur séð áður, og þú þarft að halda að því góða flæði sem er að koma inn. Hlustaðu nú vel því þetta er mikilvægt. Safnaðu auðlegðum þínum saman, farðu vel með það sem kemur inn því tíminn mun koma í desember og janúar þar sem þú munt þurfa að bregðast við útgjöldum. Í dag er innflæði, en útflæði verður ríkjandi mestallt árið 2021 en svo mun árið 2022 vera aftur tími innflæðis. Stígðu gætilega til jarðar til að tryggja þér og þínum velferð og stöðugleika.

Stuðningurinn sem þú naust svo mikils í ágúst hverfur því miður á braut í september en sýnir sig svo aftur í október.

FISKUR

Sigur á atvinnusviði – Friður og hamingja heima og í starfi – Markmiðavinna

Kæri fiskur, með plánetu þíns kortsins í smástirninu ósigrandi – purváshada – í húsi frama ertu að sjá marga góða sigra á sviði orðstýrs, frama og atvinnulífs. Ef þú stendur í einhvers konar keppni eða óvissu um niðurstöðu mála – máttu vita að þú munt standa uppi sem sigurvegarinn – meira að segja þegar þú sigrar ekki. Svo stattu stoltur og óttalaus minn kæri.

Fiskurinn nýtur mikillar ástar í september. Sameiginleg fjármál blómstra, maki nýtur góðra tekna í september og virðist vilja allra helst spreða þessu láni til að sýna þér persónulega hversu mikils virði þú ert. Þú upplifir djúpa hamingju og frið, bæði í ást og inná heimilinu þar sem allt virðist vera í miklu jafnvægi.

Mars/Úranus tengingin í öðru húsi gæti skapað einhverjar bólgur, bólur, ertingu eða önnur vandamál á hálsi eða í andliti. Mars færir sig aftur undir lok september og þá munu þessi kvillar hverfa eða minnka.

Þessi sértilgerða spá fyrir Fréttanetið er svokölluð Jyotish spá eða Vedísk stjörnuspeki og er unnin af Fjólu Björk Jensdóttur. Fjóla Björk er bæði vedískur stjörnuspekingur, ayurvedískur lífsstílsráðgjafi og listakona. Vedíska stjörnuspekin eru hluti af hinum fallegu og rómantísku indversku fræðum sem eiga rætur sínar í hin fornu heimspekirit Indverja – kölluð vedaritin.

Fjóla nam þessi fræði innan kornakra Iowa fylkis í Bandaríkjunum frá árunum 2000 til ársins 2006 þar sem hún tók B.A. gráðu til Ayurvedískra lækninga og M.A. gráðu til „fine arts“. Vedíska spáin byggir á nákvæmum reikningum Fjólu en mikilvægt er að þekkja sitt vedíska rísanda merki, og/eða tunglmerki svo hægt sé að lesa rétt í spána.

Hægt er að senda póst á fjola@frettanetid.is ef þú hefur áhuga á að finna út rísandann þinn, en Fjóla mun héðan í frá birta mánaðarlega stjörnuspá á Fréttanetinu.