Fullt Tungl hjá hrútnum er á miðhimni í dag, sem eru sýnilegustu áhrif kortsins, þetta skapar fullnustu í frama á einhvern hátt en í ár er töluverð uppbygging og nýsköpun í gangi í atvinnumálum hjá hrútnum. Þetta gæti kristallast almennilega í ágúst, svo fylgstu vel með kæri hrútur.

Annars er ágúst nokkuð erfiður mánuður hjá hrútnum. Ný stefna í atvinnulífi mun vera kröfuhörð og einhver útgjöld verða þér íþyngjandi kæri hrútur. Djúpstæður pirringur og möguleg sjálfsafneitun einkennir tilfinningalíf.  Brennandi heit marsorka einkennir sambönd og einhverjir hrútar gætu horfst í augu við sambandsslit. Blessanir eru þó á víð og dreif en sterk aðstoð við þungum útgjöldum gera vart við sig. Einnig kemur inn sterk tenging er við handleiðslu, í gegnum ráðgjafa eða kennara og mun það samband vera til mikillar blessunar til nóvemberloka þessa árs. Stuðningur, annað hvort lagalegur eða annars konar sýnir sig og fer stigvaxandi til nóvemberloka.