Fullt Tungl í dag þann 3. Ágúst á sér stað í húsi maka og málamiðlunar. Að vera til staðar gæti verið mikilvægt undir þessu Tungli en gæti einnig tengst frama þar sem Sólin situr sterk í fyrsta húsi. Tími Sólar í fyrsta húsi táknar ávallt upphafning status og eflingu innkomu en einnig sterkt frumkvæði, tjáningu og forrystu. Framamál taka oft áhugaverða stefnu þegar Sólin rennur yfir rísandann eins og núna til miðs ágúst.

Árið 2020 hjá krabbanum snýst mikið um örlæti til annarra – þjónustu og gjafmildi. Maki mun þurfa meir en gengur og gerist – gæti hreinlega verið lasinn eða þurft einhvers konar aðhlynningu – andlega eða líkamlega. Krabbinn þarf að leysa úr erfiðum og kröfuhörðum samskiptum og að þjónusta aðra verður í forgrunni. Hluti af þessum samningum gæti verið sameiginlegir sjóðir, fjármál eða kynlíf. Skipti á eignum eða þrotabúi gæti verið ein birtingarmynd þessa lærdóms. Annars er stuðningur til krabbans ríkulegur til miðs ágúst og gæti einnig tengst sameiginlegum sjóðum.

Vinir og félagslíf hafa verið í forgrunni það sem líður af sumri í lífi krabbans, en í ágúst kemur einhver lognmolla í félgslífið og krabbinn sækir kærleikann og vináttu í náttúruna eða í leyndri ást.