Mótsagnakennd ára einkennir líf tvíburans í dag. Fullt Tunglið lendir í áttunda húsi tvíburans í dag 3. Ágúst. Tunglið í áttunda húsi skapar afar djúpa skynjun, sem að mörgu leyti getur verið truflandi fyrir tilfinningalíf og jafnvægi, sér í lagi þegar Tunglið liggur með Satúrnus sem miðlar sorgum og skort. Þetta skapar tilfinningar skorts, aðskilnaðs og/eða erfiðleika í tengslum við sameiginleg fjármál. Þetta einfaldlega setur erfitt karma ársins 2020- 2021 fyrir tvíburann í forgrunn en það er einfaldlega hinsta kveðjan og aðskilnaður við ástvini. Þetta getur táknar skilnað frá maka eða dauðsfall náins ástvinar. Líklegt er að tvíburinn horfist nú í augu við einhvers konar endalok og hverfulleiki lífsins verði honum ljósari en nokkru sinni fyrr.

Þann 31. Júlí rann þó gyðja ástar og fegurðar inná rísanda tvíburans og ljáði honum ríka þörf til að tjá sig og til að tengjast fólki. Þegar Venus fann sér leið inn á vettvang tvíburans lenti hann á sama ás og Júpiter í sjöunda húsi. Þessar tvær saman á ási rísanda og sambanda færir gríðarlegar blessanir til tvíburans – sérstaklega í formi aðstoðar, handleiðslu, kærleika og nýrra sambanda. Ef þú ert einhleypur tvíburi mun nú ástin banka uppá. Þegar bæði Venus og sjöunda hús blómstra á sama tíma skapast aðstæður fyrir mikla og fallega ást. Þú ennfremur upplifir sjálfan þig verðugan og ferð að laða að þér heilbrigð sambönd sem hafa uppbyggileg áhrif á allt þitt líf. Síðustu mánuðir hafa snúist um uppbyggingu á líkama og heilsu en þessu fer að ljúka og við tekur nýr kafli sem snýr meir að uppbyggingu annara og ferðalaga erlendis til. Hræringar framundan og gætu farið að sýna sig í næsta mánuði en ágúst mun þó fyrst og fremst snúast um kærleikann, nánd og ástina á milli þín og náungans. Ný sambönd sem nú hefjast munu endast tímans tönn og reynast þér vel kæri tvíburi.