Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var með erindi á Nýsköpunarmóti Álklasans sem fram fór síðastliðinn þriðjudag og var sent út í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigurður sagði hugverkaiðnaðinn vera orðinn fjórðu stoðina í íslensku efnahagslífi til viðbótar við þær þrjár stoðir sem við þekkjum, sjávarútveg, orkusækinn iðnað og ferðaþjónustuna. Hann sagði mikilvægt að hlúa að því sem fyrir er en einnig væri nauðsynlegt að sækja tækifærin því það væri leið vaxtar. Sigurður sagði álframleiðslu vera tækniiðnað sem væri rótgróinn í íslensku atvinnulífi. Greinin skapi fjölmörg eftirsótt störf innan fyrirtækjanna sjálfra sem og utan þeirra. Hundruð fyrirtækja í fjölbreyttum greinum byggi afkomu sína á viðskiptum við álverin líkt og verkfræðistofur, vélsmiðjur, skipafélög, málmsmiðjur og ýmis tæknifyrirtæki. Hann sagði að í fjölbreytileikanum felist styrkur.

Hér er hægt að horfa á upptöku frá Nýsköpunarmóti Álklasans. Erindi Sigurðar hefst á mínútu 36:04.

Hér er hægt að fá upplýsingar um hvatningarviðurkenningar sem veittar voru á Nýsköpunarmótinu.