Fyrr í dag fórum við yfir heilsukosti lauksins. Á vefsíðu Pure Wow er að finna geggjaða uppskrift að lauksultu sem passar stórvel við alls kyns osta eða með ýmsum mat.

Lauksulta

Hráefni:

2 msk ólífuolía
3 laukar, skornir í sneiðar
salt og pipar eftir smekk
2 timjangreinar
2 rósmaríngreinar
1 salvíulauf
1 bolli púðursykur
2 msk balsamikedik eða eplaedik

Aðferð:

Setjið olíu á stóra pönnu og hitið yfir meðalhita. Setjið lauk á pönnuna og steikið í um fimm mínútur. Hrærið reglulega í svo laukurinn steikist jafnt. Látið laukinn síðan malla í um tuttugu mínútur þar til hann hefur brúnast en hrærið reglulega í. Bætið salti og pipar saman við og hrærið. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Bindið timjan, rósmarín og salvíu saman með snæri. Setjið búntið á pönnuna og látið malla í 3 til 5 mínútur. Hellið sykrinum yfir laukinn og látið standa í um 3 mínútur, eða þar til sykurinn hefur bráðnað. Hrærið vel saman og látið malla í 5 mínútur. Hrærið ediki saman við og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Fjarlægið kryddjurtirnar og slökkvið á hitanum. Látið sultuna kólna, setjið síðan í krukku og inn í ísskáp.