Þeir sem venja komur sínar í líkamsræktarstöðvar þekkja eflaust æfinguna burpees, sem reynir á allan líkamann og er eflaust meðal þeirra æfinga sem fólk elskar að hata.

Til að fá sem mest út úr æfingunni þarf auðvitað að gera hana rétt en í meðfylgjandi myndbandi fara Ebenezer Samuel og Brett Williams, yfirmenn hjá Men’s Health, yfir það hvernig á að gera burpees á réttan hátt.

Nú er bara að tryggja að plássið í kringum mann sé nóg og bara byrja!