Boxarinn Evander Holyfield tilkynnti nýverið að hann ætlaði að snúa aftur í boxið eftir langa fjarveru og mun að öllum líkindum berjast við sinn gamla erkióvin, Mike Tyson, í sýningarbardaga.

Holyfield hefur lagt hart að sér síðustu vikur og mánuði til að koma sér í form fyrir endurkomuna í sportið og sýnir frá öllu á Instagram.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndböndum eru æfingarnar ekkert grín, en Holyfield verður 58 ára seint á þessu ári.

Holyfield er einn af bestu boxurum sögunnar og keppti frá árinu 1984 til ársins 2011. Þegar hann tilkynnti um endurkomu sína í íþróttina fóru háværar sögusagnir í gang um að hann myndi berjast á nýjan leik við boxarann Mike Tyson, sem einnig æfir af kappi núna til að boxa í nokkrum góðgerðarbardögum. Flestir muna væntanlega eftir því þegar Tyson beit stykki úr eyra Holyfield í bardaga árið 1996.

View this post on Instagram

Focus. Faith. Determination.

A post shared by Evander Holyfield (@evanderholyfield) on

Holyfield hefur látið hafa eftir sér að hann sé búinn að fyrirgefa Tyson og vilji kenna ungum íþróttamönnum mikilvægi fyrirgefningar.