Um 360 milljónir Camembert osta eru framleiddir í Frakklandi ár hvert og er osturinn fyrir löngu orðinn einkennisostur landsins.

Svo ostur geti verið kallaður Camembert þarf hann að vera að minnsta kosti 250 grömm að þyngd, tíu sentímetra að þvermáli og hafa um það bil 22 prósent fitumagn.

Á bóndabænum Le 5 Frères í Bermonville í Norður-Frakklandi eru Camembert ostar framleiddir upp á gamla mátann, með ógerilsneyddri mjólk og hver ostur handgerður. Flestir bændur í Frakklandi nota í dag gerilsneydda mjólk við framleiðslu á ostum, þar sem mörg lönd heimsins banna osta úr ógerilsneyddri mjólk.

Bermonville er í Normandí héraði, þar sem Camembert osturinn var fyrst búinn til og því er sagan í kringum ostinn afar rík í héraðinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Insider þar sem fyrrnefndur bóndabær er heimsóttur og fylgst með framleiðslu á ostinum fræga: