Eins og undanfarin ár stendur vefsíðan Comedy Wildflife fyrir ljósmyndasamkeppninni Comedy Wildlife Photography Awards og hafa þátttakendur frest til að skila inn myndum, eða myndasyrpum, til 30. júní.

Þema keppninnar er sem fyrr, og eins og heitið bendir til, dýramyndir með húmor.

Samkeppnin er opin öllum, en til hennar var stofnað af ljósmyndurunum og umhverfisverndarmönnunum Paul Joynson-Hicks og Tom Sullam.

Sem fyrr kostar ekkert að taka þátt, bara smella, skrá inn og senda, og verða hófsamleg verðlaun veitt bæði fyrir aðalmynd ársins og svo fyrir sigurvegara í hinum ýmsu undirflokkum.

Aðalatriðið er þó að vera með en myndirnar sem komist hafa í aðalkeppnina á undanförnum árum hafa oftar en ekki vakið heimsathygli og þá ekki síst á höfundum myndanna.

Ef þú þekkir einhvern sem tekur góðar myndir ættir þú endilega senda viðkomandi þessa grein! Nóg er af dýrunum í íslenskri náttúru og nægur tími til stefnu enn!

Hér fyrir neðan eru sigurmyndirnar 2016, 2018 og 2019 (sigurmynd 2017 var myndasyrpa) í bland við nokkrar aðrar flottar myndir, en þær er svo að finna í tugatali á vefsíðunni sjálfri, flestar í mjög góðri upplausn.

Allar myndirnar eru birtar með leyfi Comedy Wildlife.

„Annasamur dagur í vinnunni“ heitir þessi mynd Angelu Bohlke sem sigraði í keppninni 2016.
Dýramynd
„Ha, ég?“, spyr uglan á þessari mynd eftir Shane Keena.
„Er hann þarna enn?“. Mynd eftir Anthony Petrovich.
„Tangó“ heitir þessi mynd eftir Michael Watts.
„Simone Biles, hvað?“ gæti þessi mynd Geert Weggen heitið.
„Þrjú í einu“ gæti þessi mynd eftir Kallol Mukherjee heitið.
„Gaman að sjá þig“ gæti verið nafnið á þessari mynd Sergey Savvi.
„Að vera eða ekki vera“, nefndi Txema Garcia Laseca þessa mynd.
„Aflöppun“. Mynd eftir Tom Mangelsen.
„Staðinn að verki“ heitir mynd Mary McGowan sem sigraði í keppninni 2018.
„Fígaró, fígaró, fí-ga-róóóó“. Mynd eftir Martinu Gebert.
„Ha, ég? Neeee…“. Mynd eftir Eric Keller.
„Heyrðu mig nú góurinn“ gæti Tom Mangelsen nefnt þessa mynd.
„Dádýr? Hvaða dádýr?“ nefndi Mike Rowe þessa mynd.
„Almáttugur minn!“ nefnist þessi mynd eftir Harry Walker.
„Ósætti“ heitir þessi mynd eftir Vlado-Pirsa.
„Á ég að segja þér svoldið“ gæti þessi mynd heitið en hana tók Manoj Shah.
„Að grípa tækifærin“ heitir þessi mynd Söruh Skinner sem sigraði í í fyrra.
„Talið upp að tíu“ gæti verið gott nafn á þessari mynd Valtteri Mulkahainen
„Erfið nótt“ heitir þessi mynd Anthonys Bucci af dverguglu í Vancouver.

Og þá er bara að skunda á vefsíðu Comedy Wildlife
Photography Awards og skoða allar hinar myndirnar!