Það er svo frelsandi að líða vel ber að neðan!

Þessar tökur hafa aldeilis ögrað mér og oftar en ekki hef ég farið langt út fyrir þægindarammann, bæði hvað varðar nekt og mig sem kynveru. Ég er nefnilega æfð í að tala sem kynfræðingur en ekkert endilega sem kynvera.

Og leikkona er ég auðvitað ekki – svo því sè haldið til haga en…

Ég er búin að vera nakin á almannafæri, rífast á bókasafni, stíga trylltan dans, drekka ótæpilega af kaffi, fara í stunukeppni, taka mót af píkunni minni, troða titrara ofan í brók í vísindalegri rannsókn à örvun, mæta nærbuxnalaus à tökustað (🤫oftar en einu sinni…👀) og kynnast svo mörgu áhugaverðu og merkilegu fólki sem hefur deilt með okkur sínum kynveru upplifunum 🔥

Þetta ferli er búið að vera ÓGEÐSLEGA skemmtilegt með frbærum samstarfsKONUM og Ahd auðvitað líka. Feminískt starfsumhverfi sem @freyjafilmwork starfar eftir hefur skipt sköpum í þessu ferli þar sem að við erum styðjandi, jákvæð og tillitsöm við hvort annað. Til dæmis fara tökur eingöngu fram à fjölskylduvænum tíma! Það skiptir màli í bransa þar sem allir virðast eiga að vera lausir hvenær sem er.

Ég er meyr og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að gera þessa þætti 🤗 og ég hlakka svo til að sýna ykkur þá!! og vona að þið hafið gagn og gaman af🫀🧠❤️