Lögskilin 💥

Ef þú hefðir sagt við mig fyrir ári síðan að eftir nákvæmlega ár myndi ég

búa ein
væri
einstæð móðir
og
fráskilin

Þá hefði ég örugglega bara rúllað augunum og talið þig vitfirrta manneskju.

Ég held að ég sé búin að detta í allar heimsins klisjur þegar kemur að skilnaði en þetta er ferli sem læðist upp að manni.
Á sama tíma og það slær mann utanundir þá fær maður óvænt högg í síðuna og spark í bakið.
Þetta er ósýnilegur bardagi þar sem næsta högg kemur manni alltaf jafn mikið á óvart og það er sjénslaust að reyna verjast.

Og sársaukinn…

Það er svolítið sérstakt að vera marin að innan en brosandi að utan.
Pínu Fönix stemming.

það er magnað að upplifa sársauka og hamingju á sama tíma.

Vera ástfangin og í ástarsorg.

Syrgja eina framtíð en á sama tíma að plana aðra.

En það er ást og kærleikur í skilnaði, þó hann sé sár, þá er það kærleiksverk að veita frelsi og horfast í augu við sannleikann.

Og svo heldur lífið einfaldlega áfram.

Það kemur nýr dagur eftir þennan og allt sem ég óttaðist, sem ég taldi að væri ómögulegt og myndi ganga frá mér, hef ég getað horfst í augu við og staðið af mér. Það er bara þannig.

Lífið er svo fallegt og dýrmætt að við verðum að lifa því lifandi, óhrædd, en full þakklætis fyrir lífsgjöfina, ástina, tárin og hláturinn.

#egskil

View this post on Instagram

Lögskilin 💥 Ef þú hefðir sagt við mig fyrir ári síðan að eftir nákvæmlega ár myndi ég búa ein væri einstæð móðir og fráskilin Þá hefði ég örugglega bara rúllað augunum og talið þig vitfirrta manneskju. Ég held að ég sé búin að detta í allar heimsins klisjur þegar kemur að skilnaði en þetta er ferli sem læðist upp að manni. Á sama tíma og það slær mann utanundir þá fær maður óvænt högg í síðuna og spark í bakið. Þetta er ósýnilegur bardagi þar sem næsta högg kemur manni alltaf jafn mikið á óvart og það er sjénslaust að reyna verjast. Og sársaukinn… Það er svolítið sérstakt að vera marin að innan en brosandi að utan. Pínu Fönix stemming. það er magnað að upplifa sársauka og hamingju á sama tíma. Vera ástfangin og í ástarsorg. Syrgja eina framtíð en á sama tíma að plana aðra. En það er ást og kærleikur í skilnaði, þó hann sé sár, þá er það kærleiksverk að veita frelsi og horfast í augu við sannleikann. Og svo heldur lífið einfaldlega áfram. Það kemur nýr dagur eftir þennan og allt sem ég óttaðist, sem ég taldi að væri ómögulegt og myndi ganga frá mér, hef ég getað horfst í augu við og staðið af mér. Það er bara þannig. Lífið er svo fallegt og dýrmætt að við verðum að lifa því lifandi, óhrædd, en full þakklætis fyrir lífsgjöfina, ástina, tárin og hláturinn. #egskil

A post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on