Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur sett ótrúlega magnað myndband á netið, þar sem myndefni af sólinni frá síðustu tíu árum er splæst saman í eitt rúmlega klukkustundar langt myndband.

Myndefnið kemur frá geimfarinu Solar Dynamics Observatory, sem hefur haft það eina markmið frá árinu 2010 að fylgjast með sólinni.

Geimfarið hefur tekið mynd af sólinni síðasta áratuginn á 0,75 sekúndna fresti á mismunandi bylgjulengdum. Í fyrrnefndu myndbandi eru notaðar myndir sem voru teknar á bylgjulengdinni 17.1 nanómeter og sýna ysta lag sólarinnar.

Hver sekúnda í myndbandi táknar einn dag síðustu tíu árin og því er myndbandið rétt rúmlega klukkustundar langt.

Við mælum með áhorfinu – þetta er gjörsamlega magnað: