Það er alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug þegar kemur að heilsu og oft sérstaklega fæðubótarefnum. Margar sögur eru til af fólki sem hefur trú á einhverju sem líklegast er ekki að gera neitt gagn en breytir kannski ekki máli meðan það gerir ekki ógagn. En stundum er það nú þannig að þegar fólk veit ekki betur þá verða ansi slæmar óafturkræfar afleiðingar.

Paul Karason fyrir og eftir silfurneyslu.

Paul Karason er gott dæmi um heilsubót sem fór illa. Upphaflega þjáðist hann af húðbólgum og las í The New Age Magazine að það væri gott að drekka silfur. Colloidal silver er upplausn sem inniheldur silfuragnir og var lengi talið vera gott fyrir heilsuna vegna sótthreinsandi eiginleika þess. Það hefur þó aldrei verið sannað að það geri eitthvað gott fyrir mann, þvert á móti hefur það komið í ljós að of mikil neysla silfurs getur leitt til þess að málmurinn safnast saman í háræðum húðarinnar og breytir húðlitnum í silfurbláannn, læknisfræðilegt ástand sem kallast Argyria.

Stan Jones

 

Þingmaðurinn Stan Jones er annað dæmi um ofneyslu silfurs. Hann var svo hræddur um að heimurinn færi til fjandanns um aldamótin síðustu og að sýklalyf yrðu ófáanleg svo að hann þambaði í sig silfur árið 1999 og endaði á að verða svona líka skemmtilegur á litinn.

 

 

 

 

Rosemary Jacobs

 

Rosemary Jacobs er annað dæmi þar sem neysla silfurs hafði varanleg áhrif. En Rosemary hafði ekki hugmynd um að hún væri að taka inn silfur. Í hennar tilfelli var þetta læknamistök, eða öllu heldur fáfræði læknisins sem skrifaði upp á nefsprey fyrir hana vegna krónískra ennisholusýkingar. Ef læknirinn hefði lesið innihaldslýsingar og flett upp aukaverkunum hefði mátt koma í veg fyrir að hún yrði varanlega blá á lit. Hún var bara unglingur þegar hún byrjaði að taka lyfið og hélt því áfram í þrjú ár áður en hún gerði sér grein fyrir áhrifunum sem áttu eftir að lita líf hennar það sem eftir er. Árið 2016 gaf hún út bókin „Argyria: The life and adventures of a silver woman on planet earth“ sem segir sögu hennar og hvernig það er að þurfa lifa lífinu í þessum sérstaka lit.