Enska hugtakið “blowing smoke up your ass“ væri á íslensku hægt þýða þannig að með því sértu að segja einhverjum það sem hann vill heyra, frekar en það sem sannara reynist. En uppruni þessa hugtaks er áhugaverður í  meira lagi. En þannig vill nefnilega til að á átjándu öld héldu menn að með því að blása tóbaksreyk upp í rassgatið á drukknuðu fólki þá væri hægt að lífga það við.

 

Today I Found Out/YouTube

 

Skv. vefmiðlinum Gizmodo, er elsta þekkta slíka notkun tóbaksreyks frá árinu 1746 þegar kona ein lá meðvitundarlaus eftir að hafa nærri drukknað.  Manninum hennar var þá ráðlagt að prófa að blása upp í rassgatið á henni tóbaksreyk. Tók hann því næst pípu og stakk munnstykki hennar upp í endaþarm eiginkonu sinnar og blés reyk þar inn…. Og það virkaði, heitur tóbaksreykurinn vakti konu hans aftur til lífsins.

Undir lok átjándu aldar voru fleiri læknar farnir að nota tóbaksreyk upp í endaþarm til lækninga, meðal annars við kviðsliti og magakveisum ungbarna, en þó aðallega í þeim tilgangi að koma til lífsins þeim sem höfðu drukknað. Svo algengt varð þetta að á flestum þeim stöðum í Bretlandi þar sem hætt var við að fólk drukknaði voru til staðar sérstakar græjur til að framkvæma þessa aðgerð.

 

Wikimedia Commons

Trúðu menn því að tóbaksreykurinn myndi auka hjartslátt þess drukknaða og þannig koma líkamanum aftur í gang, og þar sem öndunarvegur og lungu væru oft full af vatni mynd heitur reykur upp görnina þurrka upp öndunarveginn ásamt lungum og væri þannig hentugri leið en að blása lofti inn um munn eða nef viðkomandi.

Áður en menn útbjuggu sérstök tæki og tól til þessarar aðgerðar þá voru yfirleitt notaðar hefðbundnar tóbakspípur. Þetta var hins vegar frekar ó-praktískt vegna þess að munnstykki pípunnar var töluvert styttra en þær græjur sem síðar voru notaðar. Þetta jók þess vegna hættu á því að breiða út sjúkdóma eins og kóleru auk þess sem ekki var óalgengt að í gegnum munnstykkið færi upp í munn þess sem framkvæmdi aðgerðina eitthvað af innihaldi endaþarms þess sem verið var að sinna.

Eftir því sem vinsældir tóbaksstólpípunnar jukust stofnuðu læknarnir William Hawes og Thomas Cogan “The  Institution For Affording Immediate Relief To Persons Apparently Dead From Drowning“ Eða „Stofnunin um að veita samstundis hjálp til manneskju sem virðist vera dauð eftir drukknun“

Nafni samtakanna var seinna breytt í „Royal Humane Society“ sem eru góðgerðasamtök sem veita verðlaun fyrir þá sem með hugrekki sínu bjarga mannslífum og eru studd af Elísabetu Englandsdrottningu. Á þeim tíma sem samtökin voru stofnuð vorugreiddar fjórar gíneur fyrir hvert bjargað mannslíf, sem jafngildir um 160 breskum pundum í dag.

Það að blása reyk í endaþarm er ekki lengur notað til lækninga en aðgerðin átti sinn blómatíma á átjándu öld og aðeins inn á þá nítjándu og var þá jafnvel notuð gegn sjúkdómum eins og taugaveiki, hausverk og magakrampa