Já enn og aftur tjài ég mig um skilnaðinn því ferlið er síbreytilegt og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt um mig, bæði sem móður og sem manneskju.

Og það að taka ábyrgð á sér er tugga sem ég fæ ekki leið á að segja! Èg rek mig svo oft á það að “gleyma” því að ég ber ábyrgð á mínu lífi og mínum ákvörðunum, og verandi ein í búi með þrjú kríli, ef ég geri það ekki þá gerist það ekki!

Ábyrgðin felst því í að líta í skuggana sína og myrkrið og þora að viðurkenna hvað felst í eigin hamingju.

Eftir þetta ferli er ég miklu auðmýkri móðir og gef mér meiri tíma í nærveru og samveru með krökkunum. Èg er líka frjálsari, bæði frá eigin neikvæðu hugsunum og áliti annarra.

Þessar krossgötur sem ég stóð á fyrir ári síðan hélt ég að myndi brjóta mig en nú lít ég tilbaka, full þakklætis og kærleika og ég veit að þetta var nauðsynlegt og besta gjöfin sem ég gat veitt mér og mínu fólki því óhamingjusemi mín var oft smitandi og svo alltof þung.

Mig vantaði bara hugrekki til að viðurkenna hvernig ég er og hvað ég vil en þegar sá neisti kveiknaði þá varð stórt🔥 og ekki aftur snúið!

Þakklæti – gleði – ást og hamingja eru kjörorðin mín í dag ❤️

Þið sem eruð í sömu sporum –
þetta má og þú getur þetta 💥💫☀️