„Þú getur farið þína eigin leið.“

Ef þú hlustar bara á einn þátt í þessari viku – hlustaðu þá á þennan. Þórdís Nadia Semichat, eða einfaldlega Nadia, er kröftugur persónuleiki sem býr yfir ótrúlegri dýpt og karisma.

Hún segir okkur frá helstu köflum á sinni litríku ævi, en hún hefur farið víða og búið í Svíþjóð, Namibíu og New York. Saman fara Nadia og Friðrik svo í samfélagsleg málefni út frá upplifun sinni á því að vera „blandaðir Íslendingar.“

ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.

Fylgstu með á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ.