Vinsældir forritins Tiktok færast í aukana með degi hverjum og í dag eru um 800 milljón notendur með forritið. Þú getur halað því niður á snjalltækið þitt og það tekur smá tíma fyrir reiknirit forritsins að læra að þekkja þig en áður en þú veist af sérðu myndbönd sem henta þínu áhugasviði og auðvelt er að týna tímanum.

Við á Fréttanetinu ætlum að byrja vikulega samantekt á Tiktok sem eru tengd íslendingum á einhvern hátt og við höfum nú þegar fundið nokkra sem eru ótrúlega skemmtilegir og við mælum með að þið fylgist með þeim þar.

@that.icelandic.guy er íslenskur ljósmyndari sem tekur hreint út sagt magnaðar myndir. Enda er hann með rúmlega 475.000 fylgendur á Tiktok

@chivalroustube er einnig íslenskur strákur sem heldur einnig úti youtube rás undir sama notendanafni og hann sérhæfir sig í skemmtiefni á Tiktok. Hann hefur náð sér í rúmlega 375.000 fylgjendur á forritinu.

 

@reginagudmunds veit nákvæmleg hvernig okkur öllum líður þegar fleiri en einn talar við okkur í einu. Við skiljum ekki enn hvernig hún hreyfir augun svona hratt. 

 

@saraarnadottir er mögulega svalasti Íslendingurinn á TIktok og tekur hún okkur með i meðfylgjandi video í brimbrettarferð, okkur er enn kalt við það eitt að horfa á þetta magnaða myndbrot. 

@binniglee hefur náð gífurlegum árangri með Keto matarræðinu en þetta er ekki allt dans á rósum og ég held okkur hafi flestum liðið eins og honum í videoinu hér fyrir neðan

 

Eins og fram hefur komið áður hér á Fréttanetinu, þá vann okkar eini sanni Daði, Eurovotes keppnina sem haldin var af aðdáendum keppninnar um allan heim. Enda kom Covid í veg fyrir Eurovision aðalkeppnina eins og flest annað sem okkur finnst skemmtilegt. Það sem ekki allir vita er að Think about things framlag hans varð gífurlega vinsælt á Tiktok og hafa fleiri en ein „áskorun“ farið í gang með lagið í forgrunni.

Ekki fyrir löngu fór ein önnur áskorun í gang og látum við fylgja hérna uppáhalds myndbrotin okkar:

 

 

 

Ef þið vitið um skemmtileg Tiktok sem þið viljið sjá að viku liðinni þá megið þið endilega senda þau til okkar.