Það eru ekki nýjar fréttir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hneyksli fólk með tístum sínum um hitt og þetta. Í einu af tístum morgunsins ýjar hann að því að Martin Gugino, 75 ára maður, sem datt og skall með hnakkann í götuna eftir að hafa verið ýtt af tveimur lögreglumönnum, hafi gert sér fallið upp.

Trump heldur því einnig fram að ástæðan fyrir því að lögreglumennirnir ýttu við Martin væri að hann hefði verið að skanna lögreglumerki þeirra og að hann tilheyri Antifa-hreyfingunni sem Trump lýsti sem hryðjuverkasamtökum á dögunum.

Óhætt er að segja á tíst Trumps hafi vakið reiði margra og má sjá sum viðbrögðin hér fyrir neðan:

Fleiri viðbrögð við tísti Trumps má sjá hér.