Kim Kardashian segir að Kirby sé best geymda leyndarmál okkar kynslóðar.
En hvernig fer meðlimur af þessari frægu fjölskyldu, og það tvíburabróðir Kendall engu að síður, að því að vera svo til óþekktur fram að þessum tímapunkti?
Svarið við því er mjög einfalt, hann er ekki til.

Í bráðskemmtilegri kynningastiklu fyrir þáttröðina er skyggnst inní líf hins ímyndaða Kirby. Hann segir frá lífi sínu sem áhuga módel, hafi mikinn áhuga á línuskautum og greinir frá samskiptum við systur sínar og móðir sem allar koma fram í þáttunum. Þetta er því einn alsherjarbrandi og mögulega ný upplifun fyrir suma að hlægja með en ekki að þessari fjölskyldu.

 

En hver er Kirby?

Kirby Jenner er hugarburður listamanns sem sem fram að þessu hefur tekist að halda nafni sínu leyndu, sem í sjálfu sér er merkilegt sé horft til þess að hann opnaði fyrst prófíl á Instagram undir nafninu Krirby Jenner árið 2015.
Á þessum 5 árum hefur hann skemmt fólki og birt alveg stórkostlega vel breyttum myndum þar sem hann setur sjálfan sig inn á ýmsar myndir með Kardashian Jenner meðlimum. Á þessum 5 árum hefum honum tekist að fá ýmsar umfjallanir um sig á ýmsum nafntoguðum miðlum. Á endanum fangaði hann svo loksins athygli systir sinnar og viti menn, Kendall og Móðir hennar, Kris Jenner, eru aðal framleiðendur þáttana.

Það má horfa á þetta sem ótrúlega fallega nútíma öskubuskusögu, með réttu tólunum í fararteskinu þá getur þú verið nákvæmlega sá sem þú vilt vera.