“True happiness comes from the joy of deeds well done, the zest of creating things anew.”
Antoine de Saint-Exupery

Þriðja nóvember snýr aðalpláneta tvíburans sér við, stöðnun, íhugun og skoðunartímabili lýkur og við tekur markvissari framvinda. Með Merkúr sterkan ástamt Sólinni í frjósamasta og rómantískasta húsi kortsins í merki ástarinnar (vog) getum við fyllilega gert ráð fyrir yndislegum tveim vikum af frjósemi, sköpun og í raun hreinni og beinni uppskeru, sérstaklega frá 3-16 nóvember.

Notaðu þennan tíma vel og fjárfestu í eigin sköpun og þeirra uppskeru sem henni fylgir. Frábær tækifæri til fjárfestinga gæti gert vart við sig á þessum tíma, sem og nýr ástarljómi. Þú upplifir mikið sjálfsöryggi, skýra sýn og öfluga framvindu, en mikið muntu einnig geta treyst á fólk og laðar að þér ómeðvitað það besta sem fólksflóran hefur uppá að bjóða.

Mig langar einnig að minnast á smá töfra sem eiga sér stað á þrettándanum þegar Rahu tekur Venus kverkataki en á þeim degi gætirðu upplifað óvænta ástartilfinningar, áráttu eða einhverjir ykkar ótta. Þennan dag eru örlagafjötrar Rahu kröftugir og við það að stíga út fyrir aðstæður og meta aðstæður ískalt og óháð muntu sjá hvar fjötrarnir eru að leika leiki og hvar ekki. Rahu á það líka til að skapa óþreytandi þrár og óseðjandi langanir rétt á meðan hann nær föstum tökum.