September er tími innri skoðunnar fyrir tvíburann. Þessi innri tenging er enginn flótti eða slíkt heldur eingöngu þörf til að skoða og vinna úr hugmyndabankanum. Þetta er frábær tími til skoða samskiptin inná heimilinu, og samskipti þín við þig sjálfan.

Þú ert líklega að leggja plönin að framtíðarstefnu í tengslum við flest þínu persónulegustu mál og best væri að líkja þessum tíma við innri sorteringu. Markmiðavinna er einnig mjög afgerandi í tengslum við þetta og gæti tengst aðgerðum í tengslum við fasteignir, faratæki, tölvur eða hreyfingu.

Þó að hræringar og varnarleysi einkenni samböndin lífi tvíburans árið 2020 að þá eru mannlegar tengingar samt sem áður mjög fallegar í lífi tvíburans þetta haustið 2020 og verða í vaxandi blóma til nóvemberloka. Fólk reynist þér vel og bestu sérfræðingar og kennararnir finna sér leið inní líf þitt. Þér er óhætt að treysta að fólkið í kringum þig reynist þér vel og vill þér vel.