Kort tvíburans er fyrst og fremst sexý í júlí. Það eru töfrar innan svefnherbergisins og líkamsrækt tvíburans er fullnægt innan kima svefnherbergisins í júlí.

Merkúr er ráðandi pláneta tvíburans og í svokölluðum retrógír til 12 júlí næstkomandi. Þetta skapar vissar endurskoðun á málefnum eða verkefnum sem lúta að heimilinu, húsnæði, skriftum eða viðskiptum en megin verkefni tvíburans í ár eða að enduruppgötva sjálfið og nóg verður af tækifærum sem stuðla að uppbyggingu líkama og sálar. Stundum er það horfa á okkur sjálf og einbeita á sjálfsrækt það erfiðasta sem við gerum en það er ekki umflúið í bili. Í júlí verða gróskusöm samskipti við nágranna og mikil heilun sem á sér stað í samskiptum.

Sólin situr gríðarlega sterk í fyrsta húsi tvíburans til miðs júlí og þetta eflir hann persónulega og líkamlega. Sólin færir líka mikinn meðbyr undir samskipti, virkni, ákveðni og framvindu. Tvíburinn fær hugrekkið til að segja og gera kröfur. Sólin eykur bæði útgeislun, sjálfsörugga tjáningu og persónulega athygli.

Rétt eins og steingeitin þá er þetta tíminn í lífi tvíburans til að einbeita á umbætur á heimilinu (eða sumarhúsinu). Tvíburinn og steingeitin eiga það líka sameiginlegt að hafa virkan áhuga á uppbyggingu og sköpun.