Núna 23. maí styrktist rísandinn í korti tvíburans til muna þegar Merkúr færði sig en þessi tiltekni styrkur léði honum meiri burði til að byggja upp innviðina í lífi sínu, heimilið, hjartað og tengslin við kjarnann. Fyrr í maí lokaðist aðeins á frið og sátt en hluti af því voru erfið samskipti, útgjöld eða aðskilnaður. Í kjölfar 23. maí munu heimilið og hjartað fá blómstra um góða tíð og tvíburinn mun fá mikla athygli í sumar (frá 23.05-1.08) fyrir sína mörgu hæfileika. Merkúr er ávallt sú pláneta sem stýrir framvindu tvíburans og þegar hann náði styrk á 23ja fer tvíburinn markvisst að byggja upp heimilið, finna sér farveg fyrir sína endalaus hugmyndafrjósemi. Sumir tvíburar beina sjónum sínum mest að skrifum og það verður líklega mikið um skrif og frjósöm skemmtileg samskipti þar til Merkúr færir sig á 1. ágúst næstkomandi. Rahu hefur verið í um eitt ár staðsett innan tvíburans og hefur þetta orsakað óstöðugleika í samböndum en æðri tilgangur þess er að færa athygli tvíburans inná við, á grundvöll persónulegra mála. Rahu skapar þér tækifæri og upphafningu fyrir þína sérstöðu í þessu lífi.

Venus dvelur við í tólfta húsi þetta sumarið frá lok mars til byrjun ágúst. Þetta mun orsaka mikla virkni í svefnherberginu. Segja má að svefnherbergið verði uppspretta gleði, frjósemi og munaðs hjá tvíburanum. Erfitt er að segja hvort sem hann fari nú að endurinnrétta hjá sér svefnherbergisálmuna eða hvort um kynlífsleika sé að ræða veltur á hverju korti fyrir sig. Svefninn mun bætast til muna undir þessum áhrifum.