Hjólabrettakappinn Tony Hawk gaf nýverið út myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann sést aðstoða tólf ára stúlku við að stökkva svokallaðan „mega ramp,“ en það er eins og nafnið gefur til kynna gríðarstór tegund af stökkpalli sem aðeins reyndustu og færustu hjólabrettaiðkendur voga sér í.

Stúlkan sem um ræðir er enginn aukvisi þrátt fyrir ungan aldur, en þar er á ferð yngsta atvinnumanneskja heims í hjólabrettaiðkun, hin hálf-bandaríska og hálf-japanska Sky Brown.

Segir Hawk í færslu sinni: „Til þeirra sem halda að við [Hawk og eigandi stökkpallsins, hjólabrettamaðurinn Elliot Sloan] (eða foreldrar hennar) ýtum Sky út í svona lagað; ekkert gæti verið sannleikanum fjær. Þvert á móti er vandinn frekar sá að halda henni frá því að fara of geyst, svona ung að aldri. Hún er óbilandi í því að láta reyna á eigin mörk.“

En sjón er sögu ríkari. Skoðið þetta frækilega afrek hér fyrir neðan:

View this post on Instagram

I got a request from @skybrown recently to help guide her through jumping @elliotsloan’s “Mega” ramp. I hadn’t done it myself for a few years so it seemed like a good excuse to relearn the technique while helping her through the process in real-time. Here is the video I shot of her first and THIRD attempts. It was inspiring to see her fierce approach and quick adaptation to such a daunting stunt. To those who think we (or her parents) push Sky to do such things; nothing is further from the truth. In stark contrast, the challenge is keeping her from pushing herself too far at such a young age. She is relentlessly determined to test her boundaries. And to the safety patrol: there was an airbag in the gap. Watch Elliot’s YouTube channel to see the full edit, including her conquering the 20’ quarterpipes.

A post shared by Tony Hawk (@tonyhawk) on