Í skugga heimsfaraldurs kórónuveirufaraldursins hefur ýmislegt riðlast í sjónvarps- og kvikmyndaheimum og eftirlætis sjónvarpsþáttaröðum og bíómyndum verið slegið á frest. Efnisveitur slá hins vegar ekki slöku við og er nóg væntanlegt á Netflix, svo dæmi séu tekin, í nóvember. Þó allt væntanlega efnið sé ekki nýtt af nálinni þá er alveg hægt að stytta sér stundir fyrir framan imbakassann.

Hér fyrir neðan er brot af því sem er væntanlegt á Netflix í næsta mánuði, en hægt er að nálgast allt sem er væntanlegt í smáforriti Netflix.

Þáttaraðir sem við þekkjum

1. nóvember – Voice, sería 2

Manneskja sem greinir raddir reynir að góma raðmorðingja ásamt hóp rannsóknarlögreglumanna. Raðmorðinginn svífst einskis og skilur eftir sig slóða eyðileggingar, þar á meðal innan lögreglunnar.

Aðalhlutverk: Jang Hyuk og Lee Ha-na.

2. nóvember – Can You Hear Me?, sería 2

Tvö ár hafa liðið og Ada reynir að byggja upp lífið sitt og endurnýja kynnin við bestu vini sína, sem hafa sína eigin djöfla að draga.

Aðalhlutverk: Mélissa Bédard, Ève Landry og Florence Longpré.

13. nóvember – Outlander, sería 4

Claire og Jamie búa sér til nýtt líf í Norður-Karólína og bandaríska byltingin vofir yfir öllu. Brianna og Roger gera einnig óvænta uppgtövun.

Aðalhlutverk: Caitriona Balfe, Sam Heughan, Sophie Skelton og Richard Rankin.

15. nóvember – The Crown, sería 4

Loksins snýr krúnan aftur, nú á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Elísabet tekst á við forsætisráðherrann Margaret Thatcher og Karl Bretaprins kvænist Lafði Díönu Spencer og fá áhorfendur að fylgjast með uppþoti í höllinni þegar að Díana er kynnt til leiks.

Aðalhlutverk: Olivia Colman, Tobias Menzies, Helena Bonham Carter, Ben Daniels, Marion Bailey, Erin Doherty, Josh O’Connor, Emerald Fennell, Charles Dance, Gillian Anderson og Emma Corrin.

Nýjar þáttaraðir

11. nóvember – A Queen is Born, sería 1

Gloria Groove og Alexia Twister láta dragdrauma rætast og hjálpa sex listamönnum að finna sjálfstraustið til að koma fram í dragi.

5. nóvember – Paranormal, sería 1

Blóðfræðingur, sem trúir ekki á hið yfirskilvitlega, þarf að rannsaka dularfulla atburði þegar að draugur fortíðar bankar upp á.

Aðalhlutverk: Ahmed Amin, Razane Jammal og Reem Abd El Kader.

Kvikmyndir

5. nóvember – The SpongeBob Movie: Sponge on the Run

Garðari, gælusniglinum hans Svamps, er rænt skyndilega og Svampur fer með Pétri í ferð sem teygir sig út fyrir Bikiníbotna til að bjarga honum.

Aðalhlutverk: Tom Kenny, Awkwafina, Clancy Brown og Rodger Bumpass.

5. nóvember – Operation Christmas Drop

Pólitískur ráðgjafi fellur fyrir orrustuflugmanni en þarf á sama tíma að loka á starfsemi hans á hitabeltiseyju og eyðileggja jólahefðirnar hans.

Aðalhlutverk: Alexander Ludwig, Virgina Madsen, Kat Graham og Aaron Douglas.

13. nóvember – Jingle Jangle: A Christmas Journey

Við fáum að kynnast leikfangasmið sem var einu sinni fullur af gleði, það er áður en lærlingur hans sveik hans. Nú finnur hann nýja von þegar að forvitna afastelpan hans kemur inn í líf hans.

Aðalhlutverk: Forest Whitaker, Anika Noni Rose, Keegan-Michael Key og Hugh Bonneville.

Heimildarþættir

5. nóvember – Carmel: Who Killed Maria Marta

Kona finnst látin í baðkarinu sínu og blóðpollur við hlið hennar. Eiginmaður hennar telur að þetta hafi verið slys en krufning segir annað.

10. nóvember – A Lion in the House

Fylgst er með fimm börnum og fjölskyldum þeirra og baráttu þeirra við krabbamein, en þættirnir voru teknir á sex ára tímabili.

17. nóvember – We are the Champions

Í þessum heimildarþáttum fá áhorfendur að kynnast undarlegum íþróttum og ástríðufullu keppendunum sem stunda þær.