Svefn gæti einnig verið til vandræða undir þessum áhrifum og þú gætir eignast leyndarmál sem reynist þér þung byrgði að bera en nauðsynleg fyrir einhverja ástæðu.

Júnímánuður er tími mikillar virkni í lífi þínu. Þú hefur mikla orku og færð nú tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Marsorkan er mikil og á það til að skapa fljótfærni, styrk og orku en stundum skort á nærgætni og næmni. Ef þú ert að laða að þér áflog skaltu huga aðeins betur að því hvernig þú ert að nálgast fólkið í kringum þig. Stundum veitir vatnsberanum ekkert af þessari orku því hann getur átt það til að láta aðra ganga fyrir og hugsa um hag heildarinnar frekar en þarfir sjálfs síns. Nú rennur hugrekkið um æðar þér og þér gæti fundist mikilvægt að beita fyrir þér rétti þínum. Kannski er líka þörf á því og þá kemur þessi orka sér vel.

Frá byrjun júní skapaðist skemmtileg tenging í korti vatnsberans. Með Merkúr í fimmta gætirðu átt von á skyndilegum peningagróða í gegnum hvers kyns samvinnu eða í gegnum tryggingar eða maka. Hugarlíf verður einstaklega næmt og þú gæti upplifað burði til að rannsaka hlutina í þaula. Þú sérð meira með þriðja auganu og gætir upplifað flass af snilligáfu í júní mánuði. Frjósemi, húmor og færni til að hugsa fyrir utan kassann verður áberandi. Hugarleikni verður áberandi. Venus er í miklum styrk í fjórða húsi og fegrun heimilis og hamingja verður mikil í lífi vatnsberans allt þetta sumar.