“Hardships often prepare ordinary people, for an extraordinary destiny.”
C.S. Lewis

Minn kæri mannvinur – Síðastliðið ár hefur rísandi plánetan þín legið á húsi afsölu og einveru – líkur eru því á að þú sért búinn að fá þig fullsaddan af íhugun og sjálfsskoðun. Svefn gæti einnig hafa verið að valda þér vandræðum á þessum tíma.

Í lok nóvember færði Júpiter sig yfir til steingeitarinnar og skapaði töluvert léttara umhverfi fyrir þig – Júpiter skapar almennt blessanir og þenslu og vinnur gegn þeim takmörkunum sem Satúrnus hefur staðið markvisst fyrir síðastliðið ár. Þú getur því leyft þér að hlakka til góðra breytinga á næstu mánuðum og töluverðum létti þegar það kemur að útgjöldum, einangrun, einveru og missi. Líkur er yfirgnæfandi á því að aðstoð berist þér og blessanir renni þér skaut, sérstaklega eftir áramótin þegar Júpiter fjarlægist mestu nærveru Satúrnus og nær meiri og kemst nær Rahu áhorfinu sem er styrkjandi fyrir hann.

Í lokin langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir á tólfta hús vatnsberans en hann hefur verið á vettvangi gróða, vina, markmiða, drauma og hópastarfssemi síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti vatnsberans hefur hann verið á húsi drauma og markmiða – í kjölfarið skapað áráttukennda þörf fyrir markmiðasetningu, félagsskap og draumsýnir. Plútó fer nú inná vettvang þar sem áráttan fer inná við inní endurhæfingu, drauma, sjálfsskoðun og hvíld.